39 Stórar fjölskyldur - lítil hús Árið 1850 bjó flest fólk á Íslandi í torfbæjum Nú eru ekki margir torfbæir eftir nema á söfnum Þú getur enn séð torfbæi til dæmis á Árbæjarsafninu í Reykjavík, á Eiríksstöðum í Dalabyggð, í Þjórsárdal og víðar Aðalherbergið í torfbænum var kallað baðstofa Þar svaf fólk, borðaði og vann saman Í baðstofunni fæddust líka börnin og þar lá fólk þegar það veiktist og dó að lokum Kynnið ykkur einn af sjúkdómunum sem fólk dó úr árið 1850 og kynnið hann fyrir öðrum í bekknum Hvernig var lífið á tímum COVID? Takið viðtal við foreldra ykkar, afa eða ömmur og spyrjið þau um hvort COVID hafi haft mikil áhrif á líf þeirra Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal var frekar stór torfbær Hvernig haldið þið að lífið á Íslandi verði eftir 100 ár? Hjálpist að við að gera lista yfir t d 5-10 hluti sem ykkur finnast vera algjörlega ómissandi og sem við gætum varla lifað án Hvaða hlutir gætu það helst verið? Haldið þið að eitthvað af þessum hlutum hafi verið til árið 1850?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=