38 Það er gaman að ferðast um í huganum Þú getur ferðast á milli landa, heimsálfa, aftur í tímann eða skoðað framtíðina eins og ekkert sé Við skulum skella okkur aftur í tímann og lenda á Íslandi árið 1850 Hvernig ætli hafi verið að búa á Íslandi þá? Ætli það hafi verið mikill munur á Íslandi þá og nú? Við getum byrjað á að skoða tölur en þær segja okkur heilmargt um aðstæður: Árid 1850 Fjöldi þeirra sem búa á Íslandi Um 50 000 Um 400 000 Húsnæði Kaldir og dimmir torfbæir án rennandi vatns og án rafmagns Upphituð hús, rennandi vatn bæði heitt og kalt Hvar bjó fólk? Flest bjuggu í sveit og umgengust fáa Flest búa í borg og bæjum og umgangast marga Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 300 íbúar Öll þekkja alla Um 255 000 íbúar Of mörg til að hægt sé að þekkja öll Vinna Flest unnu við landbúnað (bændur eða vinnufólk) og við sjómennsku (sjómenn og sjókonur) Flest vinna við þjónustustörf Sjúkdómar Algengt var að fólk dó úr sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, kíghósta, inflúensu, skarlatssótt og blóðsótt Mörg veiktust og dóu líka úr taugaveiki, holdsveiki og sullaveiki Hægt er að fá lyf við sjúkdómum eins sykursýki, krabbameini, hjartveiki, þunglyndi og fleiri sjúkdómum Á árunum 2020 til 2022 var mikið talað um COVID Þetta var sjúkdómur sem gekk yfir allan heim og margt fólk, sérstaklega eldra fólk, dó úr honum Fólk hætti að ferðast milli landa og mátti ekki hitta nema örfáa einstaklinga í einu Núna Ísland pá og nú
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=