Ég og samfélagið

37 Leitið upplýsinga um landnámsfólk sem settist hér að Veljið einn landnámsmann eða landnámskonu og kynnið fyrir bekknum ykkar Með þeim Hallveigu og Ingólfi voru líka hjónin Helga Arnardóttir og Hjörleifur Hróðmarsson Helga var systir Ingólfs Þó að annað fólk hafi komið til Íslands áður þá eru þessi tvenn hjón talin vera fyrsta landnámsfólkið vegna þess að þau settust hér að til lengri tíma Víkingarnir Til Íslands flutti alls konar fólk, sumt var bændur og annað víkingar eða þrælar Mörg fluttu frá Noregi vegna þess að þau áttu ekki bóndabæ (jörð) og urðu því að ráða sig í vinnumennsku eða flytja í burtu Margt fólk hér á landi er stolt af því að eiga forfeður sem voru víkingar Víkingar voru hins vegar ekki sérstaklega vinsælir hjá öðrum því þeir voru þekktir fyrir að vera grimmir og árásargjarnir Eiginlega þýddi orðið víkingur upphaflega það sama og að vera sjóræningi Sumir af þessum víkingum ferðuðust á skipum sínum um alla Evrópu og rændu þar öllu sem hægt var að ræna, bæði fólki og hlutum Svo var líka fólk sem vildi bara lifa friðsömu lífi og rækta jörðina sem bændur og vildi ekki vera í eilífum bardögum Það fyrsta sem fólk þurfti að gera þegar það kom hingað var að koma sér upp þaki yfir höfuðið Hús á þessum tíma voru allt öðruvísi en þau sem við þekkjum nú Hús landnemanna voru aðallega byggð úr torfi og grjóti Það er alltaf gaman að velta fyrir sér lífi fólks fyrr á tímum Ef þið gætuð ferðast í tímavél til þess tíma þegar fyrsta fólkið var að flytjast til Íslands, myndi ykkur örugglega finnast lífið erfitt og skrýtið Húsin voru dimm en héldu vel heitu innandyra þó kalt væri úti Þar var ekki rennandi vatn eða klósett í húsunum Fólkið þekkti auðvitað ekki annað líf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=