36 Á víkingaöld gátu þau sem áttu peninga keypt annað fólk eins og hver önnur húsdýr Fólkið sem var búið að handtaka eða ræna, var kallað þrælar (karlar) og ambáttir (konur) Þrælar og ambáttir voru ekki frjálst fólk Það varð að vinna fyrir eigendur sína og hlýða þeim í einu og öllu Þrælar og ambáttir fengu engin laun fyrir vinnu sína og eigendurnir gátu selt þau aftur ef þeim sýndist svo! Einstaka sinnum gátu þrælar og ambáttir fengið frelsi en þau urðu þá að kaupa frelsið sjálf eða fá það að gjöf Landnemar Við erum svo heppin að eiga upplýsingar um fyrsta landnámsfólkið sem kom hingað Það eru ekki margar þjóðir í heiminum sem eiga slíkar upplýsingar Mörgum finnst gaman að lesa um hvernig ævintýrið byrjaði hér hjá okkur Sum ykkar hafa kannski heyrt söguna um landnámshjónin Hallveigu Fróðadóttur og Ingólf Arnarson Íslandssagan er talin hafa byrjað þegar þau komu siglandi yfir hafið frá Noregi til Íslands um árið 870 Prælar og ambáttir Hér?! Petta er málid! Hér skulum vid setjast ad, Hallveig mín!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=