Atlantshafið er þekkt fyrir að vera bæði erfitt og hættulegt. Rétt fyrir sunnan landið okkar myndast oft hæstu öldur í heimi – öldur sem eru stærri en sex hæða hús. 35 Hvaðan komu fyrstu Íslendingarnir fyrir rúmum ellefu hundruð árum? Hvernig skyldi hafa verið að eiga heima á Íslandi á þeim tíma? Reyndu að ímynda þér að þú hefðir fæðst fyrir ellefu hundruð árum í einhverju öðru landi og að fólkið þitt hefði ákveðið að flytjast til Íslands Fyrir rúmum ellefu hundruð árum bjó fátt fólk hér á landi Ef þið hugsið aðeins um það þá er furðulegt að fólk skuli hafa lagt á sig lífshættulegt ferðalag Landnemarnir sigldu yfir hafið til þess að byrja nýtt líf á eyðieyju lengst úti í hafi! Á þessum tíma var ekki hægt að setjast upp í flugvél – þær voru ekki til Fólk varð að sigla á opnum skipum þvert yfir hafið Siglingin tók margar vikur Sumt af því fólki sem kom hingað var örugglega á flótta frá einhverju öðru Önnur voru bara að vonast eftir betra lífi en í gamla landinu Fyrsta fólkið sem kom hingað kallast landnámsfólk Það kom aðallega frá Noregi en líka frá löndum eins og Svíþjóð og Danmörku Um borð í skipum fólksins voru lifandi dýr eins og kýr, kindur og hestar Um borð voru líka þrælar og ambáttir sem landnemarnir höfðu keypt eða rænt og tekið með sér Þrælar og ambáttir voru ekki frjálst fólk heldur urðu að vinna fyrir landnámsfólkið hvort sem því líkaði betur eða verr Þau voru aðallega frá Írlandi, Skotlandi og Bretlandi ,,Gamla Ísland,,
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=