Ég og samfélagið

33 Í sögunni Palli var einn í heiminum vaknar Palli einn morgun og kemst að því að hann er aleinn í öllum heiminum a) Hvaða kostir eru við það að búa ein/einn/eitt? Finnið þrjá kosti b) Hvaða gallar eru við það að búa ein/einn/eitt? Finnið þrjá galla c) Hvernig geta þau sem búa saman í samfélagi hjálpað hvert öðru? Hvað þurfa börn í regnskógum Brasilíu helst að kunna og af hverju? Hvað þurfa börn á Íslandi helst að kunna og af hverju? 5 4 Sumum börnum finnst þau ekki vera nægjanlega örugg til dæmis á skólalóðinni a) Hver á að sjá um að börn séu örugg á skólalóðinni? b) Hver á að sjá um að börn séu örugg heima hjá sér? 7 Þegar barn fæðist þarf það hjálp við allt Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn Hvað er átt við með því? 8 Tíu klukkustundum eftir fæðingu getur gíraffakálfur fylgt mömmu sinni eftir á harðahlaupum Leitið upplýsinga um hversu lengi aðrar dýrategundir, til dæmis kettlingar, hvolpar, folöld, kálfar eða hænuungar, eru ósjálfbjarga Að vera ósjálfbjarga þýðir að viðkomandi þurfi hjálp við allt til að lifa af 9 Hverjir taka ákvarðanir fyrir landið okkar og ráða hér á Íslandi? 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=