32 • Alveg eins og með maurana þá verðum við að deila með okkur verkefnum því annars myndi samfélagið ekki virka • Einn einstaklingur getur ekki gert allt sem þarf að gera Með því að vinna saman getum við gert allt Sum verkefnin eða störfin eru kölluð samfélagsverkefni • Í alþingiskosningum fá allir Íslendingar sem eru orðnir 18 ára að kjósa fulltrúa á Alþingi Þeirra hlutverk er að taka ákvarðanir fyrir okkur öll og stjórna landinu • Fullorðnir sjá um að kenna börnum það nauðsynlegasta sem þau þurfa að kunna Í sumum samfélögum, eins og því íslenska, sjá skólar um að kenna börnunum margt af því sem fjölskyldan gerði áður • Við fæðingu þurfum við hjálp við allt Fjölskyldan sér yfirleitt um okkur og hún á að veita okkur öryggi, umönnun og vernd Samantekt Verkefni Hver er munurinn á fólki og ofurhetjum? Ef þið fengjuð að velja, hvaða ofurhetja mynduð þið vilja vera og af hverju? Hvaða ofurkraft mynduð þið velja ykkur? Hvað þekkið þið mörg starfsheiti? Hverjir vinna til dæmis í skólanum ykkar? Af hverju er samvinna mikilvæg? 1 2 3
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=