Ég og samfélagið

31 Hvað mynduð þið þurfa að læra af jafnöldrum ykkar úr regnskógum Brasilíu ef þið færuð í heimsókn til þeirra? Hvað myndu þau þurfa að læra af ykkur ef þau kæmu til Íslands? Það er ekki bara í regnskóginum sem eldra fólkið leiðbeinir og kennir börnum á náttúruna Alls staðar þarf að kenna börnum á umhverfið Á Íslandi kenna skólar sumt af því sem fjölskyldan sá um að kenna börnum áður Ef þið hefðuð fæðst á Íslandi fyrir um 200 árum, hefði fjölskyldan kennt ykkur að spá í veðrið, slá gras með orfi og ljá og nota hrífu Af hverju haldið þið að það hafi skipt máli að kunna að spá í veðrið? Pælið þið einhvern tíma í veðrinu? Nú á dögum sjá veðurfræðingar um að fylgjast með veðrinu fyrir flest okkar Sem betur fer þurfum við ekki að finna upp á öllu sjálf því við lærum af öðrum Þetta á til dæmis við um tungumálið Þú lærðir það með því að umgangast aðra Hvað heldur þú að sé fyrsta orðið sem flest börn læra að segja? Ykkur hefur líka verið kennt að fara á klósett, borða með hnífapörum, klæða ykkur, lesa og skrifa og margt fleira Það sem þið þurfið að læra fer eftir því inn í hvaða samfélag þið fæðist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=