Ég og samfélagið

30 Í orðabókum stendur að umönnun þýði meðal annars aðhlynning, umhirða, umhyggja og umsjá Gíraffar eru hæstu dýrin á jörðinni og gíraffakálfar eru um tveir metrar á hæð þegar þeir fæðast Tveimur tímum eftir að þeir fæðast geta þeir staðið á eigin fótum og eftir um tíu klukkustundir getur kálfurinn fylgt mömmu sinni eftir á hlaupum Hvað eru börn gömul þegar þau byrja að skríða og ganga? Flest börn byrja að ganga þegar þau eru rúmlega eins árs gömul Þegar við fæddumst þurftum við hjálp við allt Ef enginn hefði séð um að passa okkur og hjálpa hefðum við ekki lifað lengi Það eru ekki bara börn sem þurfa umönnun og hjálp því þegar fólk veikist eða verður gamalt þarf það stundum aðstoð líka Í okkar samfélagi sjá stofnanir eins og leikskólar, skólar, hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir oftast um yngsta og elsta fólkið Í regnskógum Brasilíu eru slíkar stofnanir ekki til Þar sjá ættingjar um börnin, gamla og veika fólkið Fjölskyldur hjálpast að við að sjá um yngsta og elsta fólkið Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn Það þýðir að allir í þorpinu hjálpast að við að ala börnin upp Umönnun Pekking og reynsla Lífið í regnskóginum getur verið bæði erfitt og hættulegt Fólk þarf að læra á skóginn Börnin taka þátt í lífi og starfi fullorðna fólksins og læra þannig smátt og smátt Þau verða að skilja náttúruna og vita hvað er hættulegt og hvað ekki Það er til dæmis ekki ráðlegt að setjast niður í grasið án þess að athuga vel hvort snákar eða eitruð skordýr séu einmitt þar fyrir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=