Ég og samfélagið

Veltið fyrir ykkur hvernig lífið væri hér á Íslandi ef hér væru engir bændur, sjómenn, kennarar, smiðir, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar, leikarar, tónlistarfólk, rithöfundar eða listmálarar? Hvernig væri lífið hér án þessara starfsstétta? Þekkir þú einhverja starfsstétt sem skiptir engu máli? Hvaða stétt gæti það verið og af hverju? Palli sem komst að því að hann var aleinn í heiminum hefði ekki getað búið til hús, vegi, bíla eða brýr Þetta eru allt of stór og flókin verkefni fyrir einn að leysa En ef við erum mörg saman og hjálpumst að, getum við leyst hvaða verkefni sem er Það væri lítið vit í að hafa skóla ef þú værir eini jarðarbúinn Hver ætti að kenna þér? Hvað ættir þú að læra? Lögregla, hjúkrunarfólk, sjómenn, bændur, verslunarfólk, læknar, kennarar og sorphirðufólk eru bara nokkur dæmi um fólk sem vinnur nauðsynleg störf í okkar samfélagi Við köllum verkefnin samfélagsverkefni Það er erfitt að hugsa sér hvernig lífið væri á Íslandi ef ekki væru til einstaklingar sem tækju að sér að vinna þessi störf Samvinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=