Ég og samfélagið

28 Við fæddumst öll sem venjulegt fólk en ekki sem ofurhetjur Ofurhetjur þurfa ekki á öðrum að halda – þær eru alltaf öruggar af því að þær hafa ofurkrafta Þær geta hoppað á milli húsa, flogið eins og fuglinn og lyft bílum eins og ekkert sé Auðvitað getum við ímyndað okkur að við séum ofurhetjur sem geta allt en það er bara til gamans Við getum hins vegar fengið ofurkrafta ef við vinnum saman Ef við erum nógu mörg saman getum við lyft bíl jafn auðveldlega og ofurhetjur Þá er líka auðveldara fyrir okkur að verjast hættum Samvinnan gefur okkur ofurkrafta Þegar þú fæddist breyttist margt hjá fjölskyldu þinni Fjölskyldur sjá yfirleitt um að ala börnin upp, veita þeim öryggi og vernd Þegar fjölskyldan stendur saman og hjálpast að hefur hún ofurkrafta Oftast leitar fólk eftir aðstoð hjá fjölskyldu og vinum Gott er að geta hjálpast að Öryggi Hvert leitar pú Ef þig vantar hjálp við heimanámið? Ef einhver er að stríða þér? Ef þú þarft huggun? Ef þig langar til að stunda íþróttir? Ef þig vantar peninga? Ef þú meiðir þig? Ef þig vantar ný föt? Ef þú þarft að láta skutla þér eitthvert? .. Já elskan, ég kem og sæki pig um prjúleytid ...

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=