26 Hverjir ráda? Hefur þú einhvern tíma heyrt talað um kosningar, til dæmis í skólanum þínum? Kannski hefur þú séð mynd úr fréttum eða í bókum af alþingismönnum Íslenska þjóðin kýs í kosningum hverjir eigi að vera alþingismenn Þau sem eru orðin 18 ára mega kjósa í kosningum Þessar kosningar eru mikilvægar vegna þess að þingmennirnir setja lög sem við öll verðum að fara eftir Það er flókið að búa til lög sem öll eru sátt við Eru til dæmis einhverjar reglur heima hjá þér eða í skólanum sem þér finnast ósanngjarnar? Ef þér finnst það – hvernig heldur þú þá að það sé að búa til lög eða reglur sem öll á Íslandi eiga að fara eftir? Þingmenn á Alþingi þurfa að taka ákvarðanir fyrir okkur öll um alls konar mál Þeir þurfa til dæmis að ákveða hvernig skólarnir eigi að vera, hvar eigi að byggja brýr, vegi og sjúkrahús og hvað eigi að vera margar löggur í samfélaginu ÉG! NEI! Ég! Ha, pú? Nei, ÉG!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=