Pad getur verid erfitt ad vinna skák ef andstædingurinn á miklu fleiri taflmenn eftir en pú. 25 Rakel María systir Garðars blandar sér í samræðurnar Hún segir: „Samfélög manna eru eiginlega alveg eins og maurasamfélög nema bara miklu flóknari Það er miklu meira í gangi hjá mönnum en maurum “ Til dæmis eru miklu fleiri störf í boði í samfélögum manna og þar eru líka mikið fleiri verkefni sem þarf að leysa Til að geta leyst öll þessi verkefni verður fólk að vinna saman Eitt lítið dæmi um góða samvinnu er skólinn Í gamla daga kenndu foreldrar börnum sínum það sem þau þurftu helst að kunna Börn lærðu með því að fylgjast með fullorðna fólkinu Þeim var meðal annars kennt að lesa, prjóna, slá gras og elda mat Nú sér skólinn um að kenna margt af því sem fjölskyldan sá um áður Án samvinnu værum við mannfólkið í frekar slæmum málum Enginn getur leyst úr öllum verkefnum samfélagsins Hjá okkur þarf að deila þessum verkefnum á milli fólks Skoðum þetta nánar og notum Ísland sem dæmi: • Einhver þarf að taka ákvarðanir fyrir landið okkar – en hver á það að vera? • Til að komast á milli staða þurfum við vegi, bíla, brýr, skip og flugvelli Hver á að búa þetta til? • Við verðum að hafa sameiginlegar reglur sem öll þekkja og virða Hver á að semja reglurnar og hver á að sjá til þess að öll fylgi þeim? • Hver á að kenna þér leikreglurnar? Ef þig langar til að spila við vini þína eða vinkonur, þá verður þú að kunna spilareglurnar Því betur sem þú kannt þær þeim mun betur gengur þér í spilinu Samfélagið er alveg eins Fólk þarf að læra inn á samfélagið sem það býr í Skák og mát! Ohhh!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=