Ég og samfélagið

24 SAMVINNA Í þessum kafla lærum við um: • hver á að gera hvað • samvinnu, öryggi, umhyggju, þekkingu og reynslu • hverjir ráða • Palla sem var einn í heiminum Hver á ad gera hvad? Vinirnir Garri og Garðar eru níu ára og þeir eru að velta fyrir sér hvernig samfélög virka Þeim finnst oft gott að vera einir og skilja ekki almennilega af hverju það er nauðsynlegt að tilheyra einhverju samfélagi Garpur Nói, sem er eldri bróðir Garra tekur að sér að útskýra málið Hann segir: „Skoðið bara mauraþúfu! Maurar vinna saman og þeir skipta öllum verkefnum á milli sín Í mauraþúfunni eru vinnumaurar sem sjá um að útvega mat handa öllum hinum maurunum Þeir búa líka til mauraþúfuna Næst koma varnarmaurarnir og þeir eiga að verja mauraþúfuna og alla hina maurana fyrir árásum Lengst inni í mauraþúfunni liggur svo mauradrottningin Hennar hlutverk er að verpa eggjum sem verða að nýjum maurum Allir maurarnir vinna saman og þeir geta ekki skipt um starf Þeir sem fæðast vinnumaurar verða vinnumaurar meðan þeir lifa “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=