Ég og samfélagið

22 Nú er fjölmennasti hópur innflytjenda eða nýrra Íslendinga frá Póllandi Næstfjölmennasti hópurinn er fólk frá Litháen og þriðji fjölmennasti hópurinn er fólk frá Filippseyjum Skoðið á korti hvar þessi lönd eru? Kynnið ykkur löndin og menningu þeirra Nú eiga einstaklingar frá um 200 þjóðum heima hér á landi og þeir tala yfir 100 mismunandi tungumál a) Gerið könnun í bekknum Hvað talið þið mörg tungumál? b) Hvað haldið þið að sé mest talaða tungumálið í heiminum? Er einhver í bekknum sem kann það tungumál? c) Í sumum tungumálum eru bara örfá orð til um snjó Hvað getið þið fundið mörg orð á íslensku yfir snjó? Gerið könnun: Hversu mörg í kringum ykkur hafa búið eða alist upp erlendis? a) Frá hvaða landi komu þau? b) Hafið þið búið í útlöndum eða eigið þið foreldra/ foreldri sem koma frá útlöndum? Hvaða landi? Búið til lista yfir fimm hluti, siði eða venjur sem væru líklega ekki til á Íslandi nema fyrir áhrif frá öðrum löndum 6 7 8 9 Namm! Ítalskar kjötbollur eru ædi! Frábært!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=