Ég og samfélagið

20 • Sumar dýrategundir eru einfarar en það þýðir að þær kjósa frekar að vera einar heldur en í hóp með öðrum dýrum Aðrar dýrategundir eru félagslyndar og velja að búa saman í hóp • Fólk er félagslynt og býr saman í samfélögum Orðið samfélag þýðir að vera saman með öðru fólki • Þú tilheyrir fjölmörgum samfélögum (hópum) Sum samfélögin eru fámenn en önnur eru gríðarlega stór og fjölmenn • Það er erfitt að benda á eitthvað sem er séríslenskt því flest kemur til okkar frá útlöndum Þó er hægt að benda á íslenska fánann, íslenskuna og þjóðsönginn sem séríslenskt • Fólk sem flytur til Íslands frá útlöndum er stundum kallað innflytjendur eða nýir Íslendingar • Fordómar eru slæmir vegna þess að þá er verið að dæma aðra fyrir fram og oftast út frá röngum upplýsingum • Fjölmenning þýðir að ólíkar þjóðir búa saman á sama landssvæði og menning, siðir og venjur allra þessara hópa blandast saman Samfélag þýðir að við séum í félagsskap með öðru fólki Hvert og eitt okkar tilheyrir mörgum ólíkum samfélögum eða hópum a) Finnið að minnsta kosti þrjú samfélög sem þið tilheyrið b) Af hverju vill fólk búa í samfélagi? c) Af hverju er betra að vera í félagsskap við aðra heldur en að vera ein/einn/eitt? d) Hvenær er best að vera ein/einn/ eitt? Samantekt Verkefni 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=