Ég og samfélagið

19 Hrekkjavaka Hrekkjavaka er eldgamall siður og er haldin víða um mánaðamótin október og nóvember Á hrekkjavökunni klæðast börn og margir fullorðnir grímubúningum Þau ganga síðan á milli húsa eða verslana og biðja um sælgæti Flest eru sammála um að hrekkjavaka hafi borist hingað til Íslands frá Bandaríkjunum Þótt ótrúlegt megi virðast var til svipaður siður hér á landi fyrir um þúsund árum síðan Hér var siðurinn kallaður dísablót – en þessar dísir voru alveg hræðilegar verur, bæði blóðþyrstar og þungvopnaðar Heyrst hefur að Grýla gamla hafi verið ein af þessum dísum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=