Ég og samfélagið

18 Þú hefur ábyggilega heyrt orð eins og íslensk menning eða krakkamenning án þess að hafa hugmynd um hvað þetta þýðir Hefur þú einhverjar hugmyndir eða tillögur um hvað menning er? Ef við byrjum á að velta fyrir okkur krakkamenningu – þá er hún allt það sem krakkar gera svona dags daglega Til dæmis leikir úti á skólalóðinni Ef þú spyrð eldra fólkið um krakkamenningu þá mun það ábyggilega nefna leiki sem það tók þátt í þegar það var á þínum aldri Suma þeirra þekkir þú eflaust en aðra ekki Fjölbreytt menning Brennibolti Fimm aura hark Fuglafit Púkk Snú-snú Fallin spyta Frúin í Hamborg Ad horfast í augu París Skiptið með ykkur verkum og kynnið ykkur þessa leiki og kennið hinum í bekknum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=