Ég og samfélagið

17 Fordómar Fordómar þýðir að dæma eitthvað eða einhverja fyrir fram Oftast verða fordómar til vegna þekkingarleysis, fólk heldur að eitthvað sé rétt sem er bara alls ekki rétt Það er bæði hættulegt og ósanngjarnt að búa sér til skoðanir sem byggja á röngum upplýsingum Sumt fólk á það til að mynda sér skoðanir um aðra eingöngu út frá kynþætti, trúarbrögðum, kynferði, stétt, fötlun eða útliti Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hversu miklum áhrifum við verðum fyrir frá útlöndum? Byrjum á matnum Hver er uppáhalds maturinn ykkar? Pítsur og pasta eru ekki íslensk uppfinning en sá matur kemur upphaflega frá Ítalíu Sama með hamborgarana Þeir eru hvorki íslensk né bandarísk uppfinning því þeir koma upphaflega frá Þýskalandi Matarmenning Hver gæti verið skýringin á því að sum dæma önnur út frá kynþætti, trúarbrögðum, stétt, fötlun eða útliti? Hvað getum við gert til að forðast það að vera fordómafull? Grazie! Molto bene! Sehr gut, danke! Arigato!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=