Ég og samfélagið

Nihao! Hamjambo! Heisan! Margt hefur breyst á Íslandi síðan amma og afi voru ung Til dæmis hefur fólk frá öðrum löndum flust til landsins og sest hér að Fólk sem flyst hingað frá útlöndum er stundum kallað innflytjendur eða bara nýir Íslendingar Fólkið sem flyst hingað tekur með sér sínar venjur og siði Fólk sem er alið upp á Íslandi gerir það sama þegar það flytur til útlanda Margt fólk lætur til dæmis senda hangikjöt eða þorramat til sín ef það býr í útlöndum Ekkert er óeðlilegt við það þó fólk sem flytur frá Íslandi til útlanda eða frá útlöndum til Íslands hegði sér stundum svolítið öðruvísi en aðrir Við getum ekki ætlast til að fólk sem kemur annars staðar frá viti alltaf nákvæmlega hvernig siðir og venjur eru á Íslandi Það er heldur ekki gott ef við þurfum að vera öll nákvæmlega eins Þess vegna ættum við að reyna að sjá kostina við að búa á stað þar sem fólk má vera ólíkt Fjölmenningarsamfélag 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=