Ég og samfélagið

132 Hópverkefni - Neyðarlínan: Þjálfið ykkur í að hringja í Neyðarlínuna með því að búa til leikþátt sem æfir samtalið Eitt leikur þann sem svarar hjá Neyðarlínunni og önnur leika þau sem hringja Þú verður til dæmis vitni að einhverju eftirfarandi: a) Það er kviknað í húsi nágrannans b) Það er keyrt á skólafélaga þinn … c) Einhver er að reyna að stela hjóli fyrir utan skólann þinn … d) Á leiðinni úr skólanum heyrir þú einhvern hrópa á hjálp Búið til fleiri sögur og atburði þar sem hringja þarf í 1-1-2 Ræðið saman í litlum hópum: Fullorðið fólk á að vera góðar fyrirmyndir í umferðinni Hver er ykkar reynsla? a) Stöðva ökumenn yfirleitt við gangbrautir? b) Finnst ykkur að bílstjórar virði hámarkshraða til dæmis í kringum skólann ykkar? c) Hafið þið séð marga bílstjóra tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað á meðan þau eru að keyra? Farðu á netið og skoðaðu einn eða tvo fjölmiðla eða samfélagsmiðla: a) Er mikið fjallað um umferðarlagabrot eða slys í miðlunum? b) Hvers konar brot eða slys er helst verið að fjalla um? 4 5 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=