Ég og samfélagið

128 Öryggisbelti Öll sem setjast upp í bíl verða að spenna öryggisbeltin á sig – það er skylda Beltin eru algjör nauðsyn því þau hafa margoft bjargað mannslífum, komið í veg fyrir alvarleg slys eða dregið úr meiðslum Mörg átta sig hins vegar ekki á að börn sem eru undir 135 cm á hæð eiga að vera í sérstökum bílstólum eða nota bílpúða með baki og þau eiga að sjálfsögðu líka að vera með beltið spennt Það er stórhættulegt að leyfa börnum sem eru undir 150 cm á hæð að sitja í framsæti bíla sem eru með öryggispúða Ástæðan er sú að ef högg kemur á bílinn þá springur púðinn út og skapar slysahættu fyrir börn í framsæti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=