Ég og samfélagið

127 Neydarlínan Hér á eftir eru leiðbeiningar um hvenær eigi að hringja í neyðarlínuna 1-1-2 Reglan er sú að það er miklu betra að hringja heldur en ekki Það á að hringja ef: • Þú eða einhver annar slasast • Þú eða einhver annar veikist illa • Einhver er vondur við þig eða einhvern annan • Einhver hagar sér undarlega, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki • Þú upplifir mikla hræðslu Oft er fólk stressað þegar það hringir í 1-1-2 og veit ekki hvað það á að segja Þess vegna er gott að undirbúa sig og æfa áður en eitthvað kemur upp á Þær upplýsingar sem þarf að gefa eru: • Hvar er atburðurinn? • Hvað gerðist? • Hvenær? • Hver ert þú? Ekki slíta samtalinu! Fólkið á neyðarlínunni veit hvenær það er búið að fá nægjanlega miklar upplýsingar Reglan er að ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að hringja eða ekki þá hringir þú

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=