Ég og samfélagið

126 Slys á börnum Það er vont að slasa sig í umferðinni og svo er það líka mjög dýrt fyrir alla Því er eins gott að fara mjög varlega í umferðinni Alveg frá því að börn byrja að ganga er verið að kenna þeim umferðarreglurnar Börnum er kennt að horfa vel til vinstri, hægri og svo aftur til vinstri áður en farið er yfir götu Þeim er sagt að nota gangbrautir og gönguljós þar sem slíkt er í boði Öll sem hafa tekið bílpróf eiga að vita að það á að stoppa til að hleypa fólki við gangbraut yfir götuna Við megum samt ekki æða út á götu þó að við séum í fullum rétti Af og til heyrum við um ökumenn sem keyra óvart á fólk á gangbrautum Þess vegna er best að vera með athyglina í lagi þegar farið er yfir götur Ef umferðarljós eru við gangbrautina má gangandi fólk ekki fara yfir á rauðu ljósi, ekkert frekar en ökumenn Ef við skoðum hvernig börn slasast í umferðinni þá sýna tölur að flest börn á aldrinum 0-14 ára slasast á reiðhjólum eða rafhlaupahjólum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=