Ég og samfélagið

125 Létt bifhjól Létt bifhjól í flokki 1 Þessi hjól, sem oft eru kölluð vespur, mega ekki fara hraðar en 25 km/klst, alveg sama hvort þau eru knúin áfram af rafmagni eða bensíni Þeim má aka bæði úti á götu og á hjóla- eða gangstígum Ef ykkur langar í svona hjól verðið þið að vera 13 ára eða eldri Þau sem nota svona hjól verða að sýna tillitssemi í umferðinni og passa vel að valda gangandi fólki ekki óþarfa hættu eða óþægindum Létt bifhjól í flokki 2 Hjól í þessum flokki kallast oftast skellinöðrur og þau eru annað hvort á tveimur eða þremur hjólum Það má fara hraðar á þessum farartækjum en þeim sem eru í flokki 1 eða allt að 45 kílómetra á klukkustund Það er 15 ára aldurstakmark til að mega keyra svona farartæki og svo þarf líka að taka sérstakt ökupróf Þessi hjól má ekki nota á hjóla- eða gangstígum Þau eru skráð með blárri númeraplötu Létt bifhjól eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum Ekki er mælt með því að þessi tæki séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst þótt það megi Hvað eru þessi tvö að gera rangt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=