Ég og samfélagið

123 Reidhjól Mörg nota reiðhjól daglega til að komast í skóla eða vinnu allan ársins hring Það er frábært bæði fyrir heilsuna og umhverfið að ferðast um á hjóli Næst þegar þið farið út að hjóla þá er gott að að hafa í huga að reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki Það þýðir að sömu lög og reglur gilda að mestu um hjólreiðar og akstur bíla Fólk má hjóla úti á götu en þó er ekki mælt með því þar sem umferðin er mikil og hröð Það er fyrst og fremst hjólreiðafólkið sem kemur illa út úr árekstri við bíl Í umferðarlögunum stendur líka að börn undir níu ára aldri megi ekki hjóla úti á götu nema í fylgd einhvers sem er 15 ára eða eldri Á reiðhjóli þarf að gæta vel að öllum öryggisþáttum Að nota bjölluna þegar þess þarf og gæta þess að hjólið sé vel búið ljósum og glitaugum svo það sjáist í myrkri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=