Ég og samfélagið

122 Farartæki barna og unglinga Í dag nota börn og unglingar alls konar farartæki til að leika sér á og ferðast á milli staða Áður fyrr urðu flest börn og unglingar að fara fótgangandi ef þau voru ekki svo heppin að eiga reiðhjól Nú sjást sífellt fleiri á hlaupahjólum, rafhlaupahjólum, línuskautum og léttum bifhjólum svo dæmi séu tekin Það er hægt að ná miklum hraða á þessum tækjum Þess vegna hefur slysatíðni barna og unglingar aukist og slysin hafa líka orðið alvarlegri Banaslys hafa orðið þegar fólk hefur dottið af rafhlaupahjóli eða keyrt á annað fólk Öll sem eru undir 16 ára aldri verða að nota hjálm á þessum farartækjum Svo er líka mælt með hlífum fyrir olnboga, úlnliði og hné á mörgum þeirra Það er vont að detta og enn verra að detta án öryggisbúnaðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=