Ég og samfélagið

119 Í umferðinni er mikið af skráðum og óskráðum reglum Flestar þeirra miða að því að auka öryggi allra í umferðinni Alþingi hefur búið til reglur sem kallast umferðarlög sem við öll verðum að fara eftir Umferðin er ekkert grín og á hverju ári slasast eða deyja margir í henni Samt eru umferðarlögin þau lög sem flest brjóta Fylgist bara með næst þegar þið farið út í umferðina gangandi, hjólandi eða keyrandi Þið munuð örugglega sjá fólk sem talar í síma án þess að nota handfrjálsan búnað Önnur gleyma að gefa stefnuljós eða keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi Svo er algengt að sjá tvö eða fleiri á skellinöðru – jafnvel án hjálma Allt þetta er bannað samkvæmt umferðarreglunum Umferðarreglurnar eiga að stýra því hvernig fólk hegðar sér í umferðinni Sumar reglur gilda um fólk sem keyrir bíl eða önnur vélknúin ökutæki Svo eru líka til sérstakar reglur fyrir fólk sem er gangandi, á reiðhjóli eða ríðandi á hestum Gangandi fólk á til dæmis að nota gangstéttir ef þær eru í boði Hestafólk á að nota reiðstíga þar sem þeir eru í boði en ekki göngustíga eða þjóðvegi Það er mikilvægt að öll kynni sér umferðarreglurnar vel og fari eftir þeim Ef við virðum öll umferðarreglurnar er hægt að draga verulega úr slysum í umferðinni Tillitssemi er líka mikilvæg regla, ekki bara í umferðinni heldur í öllum samskiptum fólks Eitt lítið bros getur gert daginn svo miklu ánægjulegri Ein óskrifuð regla í umferðinni segir að við eigum að sýna tillitssemi Manstu eftir fleiri óskrifuðum reglum í umferðinni? Umferdarreglur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=