10 Mörg okkar hafa verið í leikskóla en alls ekki öll Á Íslandi er skylda að vera í grunnskóla Skólaskylda þýðir að frá og með 6 ára aldri verða öll börn hér á landi að vera í skóla Flestöll munum við eftir því þegar við byrjuðum í skóla Mörg vorum við spennt og hlökkuðum til meðan sum okkar fundu fyrir örlitlum kvíða Skólar eru mjög mismunandi eftir því hvar þeir eru staðsettir í heiminum Allir skólar stefna þó að því sama – en það er að kenna börnum allt það nauðsynlegasta sem þau þurfa að kunna til að komast áfram í lífinu Börnum er kennt að umgangast aðra, að lesa, skrifa og reikna Alla ævina erum við í samskiptum við aðra og þurfum að geta lesið, skrifað og reiknað Í okkar samfélagi er þetta talin bráðnauðsynleg kunnátta Þau sem kunna til dæmis ekki að lesa ættu mjög erfitt með að ferðast um landið því þau geta ekki lesið það sem stendur á upplýsingaskiltum Sumt er eins en annad ekki
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=