Ég og samfélagið

115 • Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar dreifa upplýsingum og skemmti- efni til fólks Fjölmiðlar eru til dæmis dagblöð, útvarp og sjónvarp Hjá þessum miðlum vinnur fréttafólk sem kannar hvort upplýsingarnar séu réttar og velur hvað birtist Á samfélagsmiðlum er hægt að birta hvað sem er án þess að nokkur kanni hvort upplýsingar séu réttar eða rangar • Falsfréttum hefur fjölgað gríðarlega Við verðum að passa sérstaklega upp á að dreifa ekki þannig fréttum áfram • Samskipti milli fólks hafa gjörbreyst við tilkomu netsins og snjall- tækja Það má ekki segja hvað sem er á netinu Hatursumræða er til dæmis bönnuð með lögum hér á landi • Með aukinni tölvunotkun eykst hættan á tölvufíkn Þau sem eru haldin tölvufíkn sýna ákveðin hegðunarvandamál • X, Y og Z-kynslóðir er skilgreining á því hvað einkennir fólk sem fæddist á ákveðnum tíma Samantekt Verkefni Hver er munurinn á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum? a) Hvers konar fjölmiðla notið þið helst? b) Hvaða samfélagsmiðla notið þið mest? c) Hvaða efni í fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum er vinsælast hjá ykkur? 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=