Ég og samfélagið

Sendu mér nektarmynd! Nei! Hver ertu? Ég skal borga! 110 Stafrænt ofbeldi Mörg hafa upplifað einelti á netinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ofbeldi er bannað með lögum. Þekktustu gerðir ofbeldis eru líklega líkamlegt og andlegt ofbeldi. Einelti er dæmi um andlegt og líkamlegt ofbeldi sem oft er erfitt að sanna. Einnig eru til fleiri tegundir ofbeldis eins og kynferðislegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er vont og skaðlegt. Það hefur alltaf verið til en er meira til umræðu í dag. Með stafrænu ofbeldi er átt við að tæki og tækni eins og símar, tölvur og samfélagsmiðlar eru notuð til að áreita, beita ofbeldi, ofsækja, niðurlægja eða ógna öðrum. Til eru dæmi um það að börn séu beðin um að senda af sér nektarmyndir, kynferðislegar myndir eða myndbönd. Þau eru stundum beðin um að taka þátt í kynferðislegu samtali og fá jafnvel sendar óumbeðnar grófar kynferðislegar myndir. Það er bannað samkvæmt íslenskum lögum og hægt er að dæma einstaklinga í fangelsi sem birta þannig myndir eða texta. Gullna reglan er sú að senda alls ekki neitt sem hægt er að sjá eftir síðar meir. Ef þið lendið í þannig aðstæðum er best að leita aðstoðar hjá einhverjum sem þið treystið, til dæmis foreldri, kennara, námsráðgjafa eða öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=