Ég og samfélagið

108 Sestu í bílstjórasætid Samfélagsmiðlar hafa áhrif á hugmyndir fólks um sjálft sig Sumt fólk er svo upptekið við að fylgjast með lífi annarra að eigið líf verður útundan Netið hefur þannig mjög mikil áhrif á líf okkar Stundum erum við glöð og ánægð en stundum verðum við líka döpur eða líður illa yfir því sem við sjáum á netinu Þess vegna er gott að stoppa aðeins og hugsa um hvernig við notum netið Punktarnir hér fyrir neðan eru ágætir til þess að gera lífið svolítið jákvæðara Þau sem hafa gaman af plöntum vita að það þarf að vökva og sinna þeim annars fölna þær og deyja Sjáðu hvort þessar tillögur gætu ekki gert þér gott: Stopp! Taktu alveg frí frá öllum samfélagsmiðlum í tvo til þrjá tíma á dag til að byrja með Síðan má reyna að sleppa miðlunum í einn heilan dag eða jafnvel heila viku Njóttu lífsins. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera fyrir utan að vera á netinu? Ætla ad púsla med ömmu! Notaðu tímann í meiri samskipti við vini og fjölskyldu Þú ræður Sýndu þér og öðrum að það ert þú sem situr við stýrið og stjórnar í hvaða átt þú ert að fara Prófaðu ný áhugamál og reyndu eitthvað nýtt Þú getur meira en þú heldur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=