Ég og samfélagið

105 Hversu mikil netnotkun? Nú á dögum er fólk ekki lengur háð því að nota tölvur til að komast á netið því það er alveg eins hægt að nota síma eða úr til þess Ef eldri kynslóðir voru í skóla og vildu komast í tölvu, urðu þær oftast að fara á bókasafnið í skólanum Þar voru yfirleitt bara ein eða tvær tölvur sem nemendur í öllum skólanum urðu að skiptast á að nota Stundum getur verið gott að skoða hvernig lífið var áður en netið kom því nú finnst mörgum nauðsynlegt að tengjast netinu oft á dag Það er mjög auðvelt að verða háð því að nota netið og mörgum finnst þau vera að missa af lífinu ef þau fá ekki stöðugt nýjar upplýsingar um það sem er að gerast í lífi annarra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=