Ég og samfélagið

Aldrei fyrr í sögunni hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar um hvað eina sem fólki langar til að vita Alls staðar er verið að senda okkur upplýsingar um eitthvað Mörg treysta betur „gömlu“ fjölmiðlunum eins og útvarpi og sjónvarpi og telja þá gefa okkur betri og réttari upplýsingar en samfélagsmiðlar eins og TikTok, Instagram eða Facebook Ástæðan er að á fjölmiðlum vinnur fréttafólk sem skoðar efnið vel Starf þess er að rannsaka efnið og birta svo þær upplýsingar sem þau telja réttastar Stundum gerir fréttafólk mistök og birtir rangar fréttir eða upplýsingar af einhverju Ef það gerist reyna þau að leiðrétta mistökin því heiður fjölmiðilsins getur verið í hættu Þið mynduð ekki nenna að fylgjast með fjölmiðli sem birtir bara ósannar fréttir Á mörgum samfélagsmiðlum er ekki kannað hvort upplýsingarnar sem birtast séu réttar eða rangar Hver og einn getur birt hvað sem er Því er alltaf hætta á að upplýsingar sem enda á netinu séu ekki endilega réttar og sannar Á netinu eru vefsíður sem birta viljandi ósannar og rangar upplýsingar Þetta eru oft flottar síður og þess vegna er erfitt að vita hvort þær eru að plata okkur Svo er líka mikið af svindlurum eða beinlínis illgjörnu fólki sem býr til falsfréttir til þess að fá börn og fullorðna til að trúa upplognum fréttum og myndum Við verðum alltaf að passa sérstaklega vel að þær fréttir eða upplýsingar sem við deilum séu réttar Það er mjög slæmt ef við tökum þátt í að dreifa falsfréttum Falsfréttir og hatursfullar umræður eiga engan rétt á sér, hvorki á neti né annars staðar og eru þar að auki bannaðar samkvæmt íslenskum lögum Manst þú eftir einhverri falsfrétt sem þú hefur séð nýlega á samfélagsmiðlum? Um hvað fjallaði sú frétt? Hvernig er hægt að komast að því hvað er rétt og hvað ekki á samfélagsmiðlum? Er pad satt? 100

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=