Ég og samfélagið

GARÐAR Myndhöfundur Blær Guðmundsdóttir ÉGOG SAMFÉLAGI-D GÍSLASON

Ég og samfélagið ISBN 978-9979-0-2785-0 © 2024 Höfundur Garðar Gíslason © 2024 Myndhöfundur Blær Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Faglegur yfirlestur: Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Eygló Sigurðardóttir, Hilmar Þór Sigurjónsson, Sigríður Steinunn Karlsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir og Sigurlína Freysteinsdóttir, grunnskólakennarar. Ragnar Ólafsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun. Yfirlestur á kaflanum Úti að aka: Hildur Guðjónsdóttir og Gunnar Geir Gunnarsson hjá Samgöngustofu. Yfirlestur á köflunum Hvers vegna eru lög og regla og Dómstólar var í höndum fræðsludeildar dómsmálaráðuneytisins. Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir, Harpa Jónsdóttir, Ingólfur Steinsson og Magdalena Björnsdóttir. Bestu þakkir fær Jóna Pálsdóttir, fyrrum jafnréttisráðgjafi hjá menntamálaráðuneytinu, fyrir ómetanlega aðstoð við verkið. 1. útgáfa 2024 Menntamálastofnun Kópavogur Hönnun og umbrot: Blær Guðmundsdóttir Prentun: Prentmiðlun ehf. / Lettland – umhverfisvottuð prentsmiðja

ÉGOG SAMFÉLAGID Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir Garðar Gíslason -

2 Hvað merkir orðið lýðræði? . . . . . . . . . . . . . . . 50 Hver býr til reglurnar? 52 Stjórnmálaflokkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Beint lýðræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Óbeintlýðræði........................... 57 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 LYDRÆDI ÍSLAND ER LANDID „Gamla Ísland“ 35 Landnemar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Ísland þá og nú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Stórar fjölskyldur, lítil hús . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Vöruskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Ég fer í fríið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Hverjir lifa lengst? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Hvað hefur breyst . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 Allt er öðruvísi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Hver á að gera hvað? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Hverjir ráða? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Gaman saman . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Öryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Samvinna................................ 29 Umönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Þekking og reynsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 SAMVINNA EFNISYFIRLIT SAMFÉLAGID OKKAR Hvað er samfélag? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Hvaða samfélögum tilheyrið þið? . . . . . . . . . . 9 Eru Íslendingar öðruvísi en aðrir? . . . . . . . . . 12 Fjölmenningarsamfélag . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Matarmenning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Fjölbreytt menning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

Umferðarreglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 119 Umferðarmerki – til hvers? . . . . . . . . . . . . . . 120 Farartæki barna og unglinga . . . . . . . . . . . . . 122 Reiðhjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123 Vélknúin hlaupahjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124 Létt bifhjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125 Slys á börnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 126 Neyðarlínan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 127 Öryggisbelti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 128 Endurskinsmerki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 129 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 130 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 131 Atriðaorðaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133 Lýðveldi eða konungsveldi? . . . . . . . . . . . . . . . 61 Forseti Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Alþingiogkosningar...................... 64 Hvað gerist á Alþingi? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Kjördæmi................................ 67 Verð ég að kjósa? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Sveitarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Ríkisstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Skattarogskyldur........................ 72 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 HVER RÆDUR Á ÍSLANDI? Hvað má og hvað ekki? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Reglur í fjölskyldunni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Reglur í skólanum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Reglur í samfélaginu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81 Brot á reglum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 HVERS VEGNA ERU LÖG OG REGLUR? Hvað er að frétta? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Hvað eru fjölmiðlar? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97 Upplýsingaöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 Í fréttum var þetta helst . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99 Er það satt? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Netið hefur breytt lífi fólks . . . . . . . . . . . . . . . 103 Tölvufíkn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106 Sestuíbílstjórasætið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 Má setja hvað sem er á netið? . . . . . . . . . . . 109 X-Y og Z kynslóðirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 115 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 115 Ósætti og refsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Hvernig er hægt að leysa úr deilumálum? . . 86 Sakamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Lögreglan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89 Börn sem vitni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Börn sem brjóta af sér . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 Dómstólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 DÓMSTÓLAR ÚTI AD AKA FJÖLMIDLAR

4 Í þessum kafla lærum við um: • samfélag og af hverju fólk býr í samfélagi • einfara og félagsverur • menningu og fjölmenningu • hvað er að vera Íslendingur SAMFÉLAGID OKKAR Hvad er samfélag? Ef við hugsum út í það þá er fólk allt í kringum okkur Við erum nefnilega félagsverur og það þýðir að okkur líður best í samvistum við aðra Ekki nóg með það heldur myndum við trúlega ekki lifa af ef við værum ekki í samfélagi Fjölskyldan hefur séð um þig frá fæðingu og án hennar hefðir þú ekki lifað af Samfélag þýðir að við erum í félagsskap með öðrum Þar tilheyrum við ekki bara einum heldur mörgum ólíkum hópum Stundum er orðið samfélag notað yfir hópa sem þú tilheyrir Fjölskylda þín er einn af þeim hópum, bekkurinn eða skólafélagar er annar Í öllum hópum er fólk sem hefur mismunandi hlutverk Þú hefur til dæmis hlutverkið nemandi í bekknum þínum en svo er þar líka kennari Íþróttafélagið þitt er líka dæmi um hóp eða samfélag sem þú tilheyrir Hóparnir sem þú tilheyrir eru mikilvægir því þeir hafa áhrif á hver og hvernig þú ert Ég Bekkurinn Fjölskyldan Skólinn Sveitarfélag Landshluti Ísland Evrópa Heimurinn Samfélag

5 Orðið samfélag þýðir einfaldlega hópur fólks sem stendur saman Sum samfélög eru pínulítil en önnur risastór Þú ert ekki bara í einu samfélagi heldur mörgum Það minnsta er fjölskylda þín en stærsta er allt mannkynið Í því er allt fólkið sem býr á jörðinni Samfélag Myndirnar hér fyrir neðan sýna mismunandi gerðir af hópum eða samfélögum Hvaða samfélög má sjá á þessum myndum? Sjúkrahús er dæmi um samfélag – hefur þú einhvern tíma þurft að vera á sjúkrahúsi? Þau sem eru í íþróttafélagi klæðast yfirleitt eins búningum sem eru öðruvísi en búningar annarra félaga Hvert er uppáhalds íþróttafélagið þitt? Opna ad aftan! Sums staðar kemur skólabíll sem ekur nemendum í skólann Skólinn þinn er samfélag sem þú tilheyrir Ef þú ert í kór þá er hann dæmi um samfélag sem þú tilheyrir

6 Tígrisdyr eru einfarar Ef þið væruð tígrisdýr mynduð þið ekki vilja vera innan um aðra – nema auðvitað að þið ætluðuð að éta viðkomandi Þessi stóru og tignarlegu dýr reyna að forðast samskipti við aðra og meira að segja líka við önnur tígrísdýr Þau eru miklir einfarar! Þó samskipti tígrisdýra séu nánast engin þá teljast þau samt til dýrategundar sem kallast tígrisdýr Þess vegna tilheyra öll tígrisdýr samfélagi tígrisdýra Alveg eins og með allt annað fólk þá tilheyrir þú samfélagi manna Á jörðinni lifa margar milljónir ólíkra dýrategunda Sumar eru einfarar – en það þýðir að dýrin vilja vera ein og forðast samskipti við önnur dýr jafnvel af sömu tegund Aðrar dýrategundir eru gefnar fyrir félagsskap Þær eru félagsverur en það þýðir að þau dýr vilja vera innan um önnur dýr af sömu tegund Við erum félagsverur vegna þess að við búum í samfélagi og umgöngumst annað fólk Finnið fleiri dæmi um samfélög sem þið tilheyrið Prófið að loka augunum smástund og telja hversu mörg tilheyra ykkar fjölskyldu Skrifið svo niður nöfnin og hvaða hlutverk þau hafa í fjölskyldunni Það geta til dæmis verið pabbar, mömmur, afar, ömmur, bræður, systur, frænkur, frændur, stjúpforeldrar og stjúpsystkin

7 Sum vilja hafa margt fólk í kringum sig og vera í stöðugum samskiptum við aðra Ef þið eruð þannig þá eruð þið félagslynd. Öðrum líður best að vera ein Það fólk kallast einfarar Það er alls ekki slæmt að vera einfari – ef fólk velur það sjálft Hins vegar er ekkert sérstaklega gott að vera ein, eitt eða einn ef þú vilt vera í félagskap með öðrum Flest okkar flokkast mitt á milli þess að vera félagslynd og einfarar Stundum veljum við að vera innan um annað fólk og stundum viljum við vera ein Einfari Hvad hafid pid hitt mörg í dag? Hvad var pad fyrsta sem pid sögdud í morgun og vid hvern?

Samfélag 8 Ljón eru miklar félagsverur og þau búa saman í hóp Í hópnum eru nokkur kvendýr og eitt til tvö karldýr Stærð hópa getur verið frá fjórum dýrum og upp í tæplega 40 en algengt er að um 15 dýr séu í hverjum hóp Ljónin tilheyra samfélagi ljóna Ljón eru félagsverur Fjölskyldan Skólinn Ætlar pú ad mæta á fjölskyldu- hátídina á eftir? Já audvitad! Ég elska gott party!

• Öll tilheyrum við fjölskyldu Hún er dæmi um minnsta hópinn eða samfélagið sem þú tilheyrir • Þið eruð í skóla Skólinn er stærra samfélag en fjölskylda ykkar Hvað heitir skólinn ykkar og hvað eru margir nemendur í honum? • Öll eiga heima í sveitarfélagi en vitið þið hvað sveitarfélagið ykkar heitir? Sum sveitarfélög eru mjög lítil og með fáum íbúum en önnur eru risastór með mörg þúsund íbúum • Öll sem búa hér á Íslandi tilheyra íslenska samfélaginu Hvað heldur þú að það séu mörg í því samfélagi? • Mannkynið er stærsta samfélagið sem við tilheyrum Árið 2024 búa um 8 milljarðar á jörðinni Þessi tala er svo risastór að það er erfitt að átta sig á henni Átta þúsund milljónir! Á hverjum degi bætast um 250 þúsund nýir einstaklingar við mannkynið en það er svipaður fjöldi og býr á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi Hugsaðu þér, það gerist á hverjum einasta degi! 9 Hvada samfélögum tilheyrid pid? Sveitarfélagið Ísland Mannkynið

10 Mörg okkar hafa verið í leikskóla en alls ekki öll Á Íslandi er skylda að vera í grunnskóla Skólaskylda þýðir að frá og með 6 ára aldri verða öll börn hér á landi að vera í skóla Flestöll munum við eftir því þegar við byrjuðum í skóla Mörg vorum við spennt og hlökkuðum til meðan sum okkar fundu fyrir örlitlum kvíða Skólar eru mjög mismunandi eftir því hvar þeir eru staðsettir í heiminum Allir skólar stefna þó að því sama – en það er að kenna börnum allt það nauðsynlegasta sem þau þurfa að kunna til að komast áfram í lífinu Börnum er kennt að umgangast aðra, að lesa, skrifa og reikna Alla ævina erum við í samskiptum við aðra og þurfum að geta lesið, skrifað og reiknað Í okkar samfélagi er þetta talin bráðnauðsynleg kunnátta Þau sem kunna til dæmis ekki að lesa ættu mjög erfitt með að ferðast um landið því þau geta ekki lesið það sem stendur á upplýsingaskiltum Sumt er eins en annad ekki

Como você está? Ha? Ég? Amason Amason-áin Brasilía Brasilía Rio de Janeiro Sao Paulo 11 Brasilía Finnið Brasilíu á korti Í hvaða heimsálfu er Brasilía? Hvaða tungumál er talað þar? Leitið upplýsinga um frumbyggja sem búa í Amason regnskóginum Hvernig lífi lifa þau? Hvað væri erfiðast ef þið þyrftuð að flytja og búa í regnskóginum í til dæmis eitt ár? Vissir pú ad eitt hættulegasta dyrid í skóginum er moskítóflugan sem getur borid med sér lífshættulega sjúkdóma? Nú skulum við fara í smá ferðalag og færa okkur inn í regnskóga Amason í Brasilíu Í regnskóginum finnast enn hópar fólks sem kallast frumbyggjar og lifa mjög einangruðu lífi Fyrsta fólkið sem sest að á einhverju ákveðnu svæði eða landi kallast frumbyggjar Margir frumbyggjahópar hafa aldrei séð eða hitt annað fólk og hafa heldur enga hugmynd um hvað skóli er Fullorðna fólkið kennir börnunum hvernig þau eigi að bjarga sér í skóginum Það er eins gott fyrir börnin að fylgjast vel með kennslunni því ein mistök geta kostað þau lífið Öll verða þau til dæmis að vita hvaða ávexti og grænmeti má borða og hvað ekki Margt af því sem vex í skóginum er baneitrað Frumbyggjarnir í Brasilíu kunna að búa í skóginum og þau lifa allt öðruvísi lífi en við hér á Íslandi Hjá mörgum þeirra er ekki rafmagn, engir vegir, bílar eða upplýsingaskilti sem vísa veginn Þarna eru ekki heldur neinar verslanir, skógurinn sér fólkinu fyrir öllu sem það þarfnast höfudborgin

12 Er hægt að þekkja fólk frá ákveðnum löndum um leið og við sjáum það? Ganga Danir yfirleitt í rauðum og hvítum fötum sem eru eins á litinn og fáninn þeirra? Ganga allir Bandaríkjamenn í kúrekastígvélum? Við gætum líka snúið dæminu við og velt fyrir okkur hvort hægt sé að þekkja Íslendinga innan um fólk frá öðrum löndum? Ef þú sérð einhvern í lopapeysu – er þá ekki öruggt að sú manneskja sé frá Íslandi? Nei, það gengur víst ekki upp Það er til fullt af fólki sem hefur aldrei komið til Íslands en á samt lopapeysu Það er líka til fullt af Íslendingum sem á ekki og hefur aldrei átt lopapeysu Það hlýtur að vera eitthvað sem gerir Íslendinga ólíka öllum öðrum! Hvað til dæmis með þorramatinn sem við borðum? Fólk sem borðar þannig mat hlýtur að vera íslenskt! Nei, það gengur víst ekki heldur Margar aðrar þjóðir borða svipaðan mat Þó að sumum hér á landi þyki þorramatur góður þá eru mörg sem geta ekki hugsað sér að borða hann Niðurstaðan er sú að það er ekki hægt að benda á fólk og segja með vissu að það sé íslenskt, pólskt, filippískt, norskt, bandarískt eða annað Eru Íslendingar ödruvísi en adrir? Hej jeg hedder Nils. Jeg er fra Danmark. Hvad hedder du? Whaaaat??

13 Er þá ekki til neitt sem er séríslenskt? Eitthvað sem tengir okkur saman? Jú, við gætum byrjað á íslenska fánanum Hann er mikilvægur og tengir okkur saman Ekkert annað land er með nákvæmlega eins fána Tungumálið gerir það líka Svo er hægt að nefna íslenska þjóðsönginn Hann á að sameina okkur Oft myndast mikil stemmning þegar hann er spilaður, til dæmis á íþróttamótum Íslands púúsund ÁÁÁÁÁÁR Íslands púsund ár ...

14 Porramatur What is this thorramaeter? Ohh hákarlinn er lostæti! SHARK?!? Do you eat shark? Hrútspungar eru herramannsmatur Þorramatur er matur eins og fólk borðaði í gamla daga, til dæmis hákarl, svið, súr lifrarpylsa, blóðmör og hrútspungar Hvaða mat þekkið þið á þessum þorrabakka? Hvað hafið þið smakkað margar tegundir af þorramat? Hvað finnst ykkur best og hvað verst? HA??! petta reddast! Ha?! Sagdist einhver borda hákarl?! Villimenn!

15 Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember! Sjónauki Sólmyrkvi Páfagaukur Jónas Hallgrímsson er eitt þekktasta þjóðskáld okkar Íslendinga Hann var fæddur 16 nóvember 1807 og dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardegi hans Jónas bjó til mjög mörg ný orð í íslensku Til dæmis orðin sjónauki, sporbaugur, lambasteik, haförn, páfagaukur og bringusund Getur þú fundið fleiri orð sem hann bjó til? Leitaðu upplýsinga um Jónas og dag íslenskrar tungu Íslenski fáninn, íslenskan og þjóðsöngurinn eru séríslensk fyrirbæri sem tengja okkur sem hér búa Munið þið eftir einhverju fleiru sem er sameiginlegt fyrir alla sem búa á Íslandi? Þekkið þið þjóðfána annarra landa? Hvað getið þið nefnt marga? Hvernig er fyrsta erindið í þjóðsöngnum okkar?

Nihao! Hamjambo! Heisan! Margt hefur breyst á Íslandi síðan amma og afi voru ung Til dæmis hefur fólk frá öðrum löndum flust til landsins og sest hér að Fólk sem flyst hingað frá útlöndum er stundum kallað innflytjendur eða bara nýir Íslendingar Fólkið sem flyst hingað tekur með sér sínar venjur og siði Fólk sem er alið upp á Íslandi gerir það sama þegar það flytur til útlanda Margt fólk lætur til dæmis senda hangikjöt eða þorramat til sín ef það býr í útlöndum Ekkert er óeðlilegt við það þó fólk sem flytur frá Íslandi til útlanda eða frá útlöndum til Íslands hegði sér stundum svolítið öðruvísi en aðrir Við getum ekki ætlast til að fólk sem kemur annars staðar frá viti alltaf nákvæmlega hvernig siðir og venjur eru á Íslandi Það er heldur ekki gott ef við þurfum að vera öll nákvæmlega eins Þess vegna ættum við að reyna að sjá kostina við að búa á stað þar sem fólk má vera ólíkt Fjölmenningarsamfélag 16

17 Fordómar Fordómar þýðir að dæma eitthvað eða einhverja fyrir fram Oftast verða fordómar til vegna þekkingarleysis, fólk heldur að eitthvað sé rétt sem er bara alls ekki rétt Það er bæði hættulegt og ósanngjarnt að búa sér til skoðanir sem byggja á röngum upplýsingum Sumt fólk á það til að mynda sér skoðanir um aðra eingöngu út frá kynþætti, trúarbrögðum, kynferði, stétt, fötlun eða útliti Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hversu miklum áhrifum við verðum fyrir frá útlöndum? Byrjum á matnum Hver er uppáhalds maturinn ykkar? Pítsur og pasta eru ekki íslensk uppfinning en sá matur kemur upphaflega frá Ítalíu Sama með hamborgarana Þeir eru hvorki íslensk né bandarísk uppfinning því þeir koma upphaflega frá Þýskalandi Matarmenning Hver gæti verið skýringin á því að sum dæma önnur út frá kynþætti, trúarbrögðum, stétt, fötlun eða útliti? Hvað getum við gert til að forðast það að vera fordómafull? Grazie! Molto bene! Sehr gut, danke! Arigato!

18 Þú hefur ábyggilega heyrt orð eins og íslensk menning eða krakkamenning án þess að hafa hugmynd um hvað þetta þýðir Hefur þú einhverjar hugmyndir eða tillögur um hvað menning er? Ef við byrjum á að velta fyrir okkur krakkamenningu – þá er hún allt það sem krakkar gera svona dags daglega Til dæmis leikir úti á skólalóðinni Ef þú spyrð eldra fólkið um krakkamenningu þá mun það ábyggilega nefna leiki sem það tók þátt í þegar það var á þínum aldri Suma þeirra þekkir þú eflaust en aðra ekki Fjölbreytt menning Brennibolti Fimm aura hark Fuglafit Púkk Snú-snú Fallin spyta Frúin í Hamborg Ad horfast í augu París Skiptið með ykkur verkum og kynnið ykkur þessa leiki og kennið hinum í bekknum

19 Hrekkjavaka Hrekkjavaka er eldgamall siður og er haldin víða um mánaðamótin október og nóvember Á hrekkjavökunni klæðast börn og margir fullorðnir grímubúningum Þau ganga síðan á milli húsa eða verslana og biðja um sælgæti Flest eru sammála um að hrekkjavaka hafi borist hingað til Íslands frá Bandaríkjunum Þótt ótrúlegt megi virðast var til svipaður siður hér á landi fyrir um þúsund árum síðan Hér var siðurinn kallaður dísablót – en þessar dísir voru alveg hræðilegar verur, bæði blóðþyrstar og þungvopnaðar Heyrst hefur að Grýla gamla hafi verið ein af þessum dísum

20 • Sumar dýrategundir eru einfarar en það þýðir að þær kjósa frekar að vera einar heldur en í hóp með öðrum dýrum Aðrar dýrategundir eru félagslyndar og velja að búa saman í hóp • Fólk er félagslynt og býr saman í samfélögum Orðið samfélag þýðir að vera saman með öðru fólki • Þú tilheyrir fjölmörgum samfélögum (hópum) Sum samfélögin eru fámenn en önnur eru gríðarlega stór og fjölmenn • Það er erfitt að benda á eitthvað sem er séríslenskt því flest kemur til okkar frá útlöndum Þó er hægt að benda á íslenska fánann, íslenskuna og þjóðsönginn sem séríslenskt • Fólk sem flytur til Íslands frá útlöndum er stundum kallað innflytjendur eða nýir Íslendingar • Fordómar eru slæmir vegna þess að þá er verið að dæma aðra fyrir fram og oftast út frá röngum upplýsingum • Fjölmenning þýðir að ólíkar þjóðir búa saman á sama landssvæði og menning, siðir og venjur allra þessara hópa blandast saman Samfélag þýðir að við séum í félagsskap með öðru fólki Hvert og eitt okkar tilheyrir mörgum ólíkum samfélögum eða hópum a) Finnið að minnsta kosti þrjú samfélög sem þið tilheyrið b) Af hverju vill fólk búa í samfélagi? c) Af hverju er betra að vera í félagsskap við aðra heldur en að vera ein/einn/eitt? d) Hvenær er best að vera ein/einn/ eitt? Samantekt Verkefni 1

21 2 3 4 Hvað þýðir það að vera Íslendingur? a) Getið þið nefnt eitthvað sem er séríslenskt og bara til hér á landi? b) Af hverju er ekki hægt að segja að fólk sem eigi lopapeysu sé íslenskt? Hver er munurinn á því að vera einfari og að vera félagsvera? a) Hvaða dýr mynduð þið helst vilja vera ef ykkur yrði breytt í dýr? b) Er dýrið sem þið völduð félagslynt eða einfari? c) Búið til stutta lýsingu á dýrinu og af hverju þið völduð einmitt það Hópavinna: Gerið könnun í bekknum: a) Hvaða matarhefðir finnast ykkur skemmtilegastar? b) Er hægt að flokka mat í krakkamat og fullorðinsmat? Hvað myndi þá teljast krakkamatur og hvað fullorðinsmatur? Vinnið saman í hóp: a) Hvað er hrekkjavaka og Valentínusardagur? Frá hvaða löndum berast þessir siðir? Getið þið fundið fleiri slík dæmi? b) Hvernig tónlist hlustið þið mest á? Er hún íslensk eða erlend? c) Veljið einn eða tvo tónlistarmenn og búið til lýsingu á viðkomandi Hvað er svona áhugavert og heillandi við persónuna sem þið völduð? 5

22 Nú er fjölmennasti hópur innflytjenda eða nýrra Íslendinga frá Póllandi Næstfjölmennasti hópurinn er fólk frá Litháen og þriðji fjölmennasti hópurinn er fólk frá Filippseyjum Skoðið á korti hvar þessi lönd eru? Kynnið ykkur löndin og menningu þeirra Nú eiga einstaklingar frá um 200 þjóðum heima hér á landi og þeir tala yfir 100 mismunandi tungumál a) Gerið könnun í bekknum Hvað talið þið mörg tungumál? b) Hvað haldið þið að sé mest talaða tungumálið í heiminum? Er einhver í bekknum sem kann það tungumál? c) Í sumum tungumálum eru bara örfá orð til um snjó Hvað getið þið fundið mörg orð á íslensku yfir snjó? Gerið könnun: Hversu mörg í kringum ykkur hafa búið eða alist upp erlendis? a) Frá hvaða landi komu þau? b) Hafið þið búið í útlöndum eða eigið þið foreldra/ foreldri sem koma frá útlöndum? Hvaða landi? Búið til lista yfir fimm hluti, siði eða venjur sem væru líklega ekki til á Íslandi nema fyrir áhrif frá öðrum löndum 6 7 8 9 Namm! Ítalskar kjötbollur eru ædi! Frábært!

23

24 SAMVINNA Í þessum kafla lærum við um: • hver á að gera hvað • samvinnu, öryggi, umhyggju, þekkingu og reynslu • hverjir ráða • Palla sem var einn í heiminum Hver á ad gera hvad? Vinirnir Garri og Garðar eru níu ára og þeir eru að velta fyrir sér hvernig samfélög virka Þeim finnst oft gott að vera einir og skilja ekki almennilega af hverju það er nauðsynlegt að tilheyra einhverju samfélagi Garpur Nói, sem er eldri bróðir Garra tekur að sér að útskýra málið Hann segir: „Skoðið bara mauraþúfu! Maurar vinna saman og þeir skipta öllum verkefnum á milli sín Í mauraþúfunni eru vinnumaurar sem sjá um að útvega mat handa öllum hinum maurunum Þeir búa líka til mauraþúfuna Næst koma varnarmaurarnir og þeir eiga að verja mauraþúfuna og alla hina maurana fyrir árásum Lengst inni í mauraþúfunni liggur svo mauradrottningin Hennar hlutverk er að verpa eggjum sem verða að nýjum maurum Allir maurarnir vinna saman og þeir geta ekki skipt um starf Þeir sem fæðast vinnumaurar verða vinnumaurar meðan þeir lifa “

Pad getur verid erfitt ad vinna skák ef andstædingurinn á miklu fleiri taflmenn eftir en pú. 25 Rakel María systir Garðars blandar sér í samræðurnar Hún segir: „Samfélög manna eru eiginlega alveg eins og maurasamfélög nema bara miklu flóknari Það er miklu meira í gangi hjá mönnum en maurum “ Til dæmis eru miklu fleiri störf í boði í samfélögum manna og þar eru líka mikið fleiri verkefni sem þarf að leysa Til að geta leyst öll þessi verkefni verður fólk að vinna saman Eitt lítið dæmi um góða samvinnu er skólinn Í gamla daga kenndu foreldrar börnum sínum það sem þau þurftu helst að kunna Börn lærðu með því að fylgjast með fullorðna fólkinu Þeim var meðal annars kennt að lesa, prjóna, slá gras og elda mat Nú sér skólinn um að kenna margt af því sem fjölskyldan sá um áður Án samvinnu værum við mannfólkið í frekar slæmum málum Enginn getur leyst úr öllum verkefnum samfélagsins Hjá okkur þarf að deila þessum verkefnum á milli fólks Skoðum þetta nánar og notum Ísland sem dæmi: • Einhver þarf að taka ákvarðanir fyrir landið okkar – en hver á það að vera? • Til að komast á milli staða þurfum við vegi, bíla, brýr, skip og flugvelli Hver á að búa þetta til? • Við verðum að hafa sameiginlegar reglur sem öll þekkja og virða Hver á að semja reglurnar og hver á að sjá til þess að öll fylgi þeim? • Hver á að kenna þér leikreglurnar? Ef þig langar til að spila við vini þína eða vinkonur, þá verður þú að kunna spilareglurnar Því betur sem þú kannt þær þeim mun betur gengur þér í spilinu Samfélagið er alveg eins Fólk þarf að læra inn á samfélagið sem það býr í Skák og mát! Ohhh!

26 Hverjir ráda? Hefur þú einhvern tíma heyrt talað um kosningar, til dæmis í skólanum þínum? Kannski hefur þú séð mynd úr fréttum eða í bókum af alþingismönnum Íslenska þjóðin kýs í kosningum hverjir eigi að vera alþingismenn Þau sem eru orðin 18 ára mega kjósa í kosningum Þessar kosningar eru mikilvægar vegna þess að þingmennirnir setja lög sem við öll verðum að fara eftir Það er flókið að búa til lög sem öll eru sátt við Eru til dæmis einhverjar reglur heima hjá þér eða í skólanum sem þér finnast ósanngjarnar? Ef þér finnst það – hvernig heldur þú þá að það sé að búa til lög eða reglur sem öll á Íslandi eiga að fara eftir? Þingmenn á Alþingi þurfa að taka ákvarðanir fyrir okkur öll um alls konar mál Þeir þurfa til dæmis að ákveða hvernig skólarnir eigi að vera, hvar eigi að byggja brýr, vegi og sjúkrahús og hvað eigi að vera margar löggur í samfélaginu ÉG! NEI! Ég! Ha, pú? Nei, ÉG!

27 Gaman saman Hvað mynduð þið helst vilja gera ef þið væruð alein á jörðinni? Hvernig myndi ykkur líða ef þið mættuð og gætuð gert allt sem ykkur langaði til? Hefur þú heyrt söguna um Palla sem var einn í heiminum? Ef svo er veistu hversu leiðinlegt það getur verið að hafa enga í kringum sig Fyrir þau sem þekkja ekki söguna þá er hún um það þegar Palli vaknaði einn morguninn og allt fólk var horfið Hann var aleinn í öllum heiminum Í byrjun varð hann glaður því nú gat hann loksins leyft sér að gera allt sem hann langaði til Það var enginn til að skipta sér af honum Hann gat farið út í búð og náð sér í allt sem hann langaði í Hann þurfti ekkert að borga því það var enginn til að taka við peningunum Hann gat líka prófað að keyra bíl og strætó og fljúga flugvél Hann þurfti ekki að fara eftir neinum reglum Fljótlega fór Palla þó að leiðast Það sem þessi saga á að segja okkur er að við þurfum hvert á öðru að halda Við gætum ekki lifað hér á jörðinni án annars fólks

28 Við fæddumst öll sem venjulegt fólk en ekki sem ofurhetjur Ofurhetjur þurfa ekki á öðrum að halda – þær eru alltaf öruggar af því að þær hafa ofurkrafta Þær geta hoppað á milli húsa, flogið eins og fuglinn og lyft bílum eins og ekkert sé Auðvitað getum við ímyndað okkur að við séum ofurhetjur sem geta allt en það er bara til gamans Við getum hins vegar fengið ofurkrafta ef við vinnum saman Ef við erum nógu mörg saman getum við lyft bíl jafn auðveldlega og ofurhetjur Þá er líka auðveldara fyrir okkur að verjast hættum Samvinnan gefur okkur ofurkrafta Þegar þú fæddist breyttist margt hjá fjölskyldu þinni Fjölskyldur sjá yfirleitt um að ala börnin upp, veita þeim öryggi og vernd Þegar fjölskyldan stendur saman og hjálpast að hefur hún ofurkrafta Oftast leitar fólk eftir aðstoð hjá fjölskyldu og vinum Gott er að geta hjálpast að Öryggi Hvert leitar pú Ef þig vantar hjálp við heimanámið? Ef einhver er að stríða þér? Ef þú þarft huggun? Ef þig langar til að stunda íþróttir? Ef þig vantar peninga? Ef þú meiðir þig? Ef þig vantar ný föt? Ef þú þarft að láta skutla þér eitthvert? .. Já elskan, ég kem og sæki pig um prjúleytid ...

Veltið fyrir ykkur hvernig lífið væri hér á Íslandi ef hér væru engir bændur, sjómenn, kennarar, smiðir, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar, leikarar, tónlistarfólk, rithöfundar eða listmálarar? Hvernig væri lífið hér án þessara starfsstétta? Þekkir þú einhverja starfsstétt sem skiptir engu máli? Hvaða stétt gæti það verið og af hverju? Palli sem komst að því að hann var aleinn í heiminum hefði ekki getað búið til hús, vegi, bíla eða brýr Þetta eru allt of stór og flókin verkefni fyrir einn að leysa En ef við erum mörg saman og hjálpumst að, getum við leyst hvaða verkefni sem er Það væri lítið vit í að hafa skóla ef þú værir eini jarðarbúinn Hver ætti að kenna þér? Hvað ættir þú að læra? Lögregla, hjúkrunarfólk, sjómenn, bændur, verslunarfólk, læknar, kennarar og sorphirðufólk eru bara nokkur dæmi um fólk sem vinnur nauðsynleg störf í okkar samfélagi Við köllum verkefnin samfélagsverkefni Það er erfitt að hugsa sér hvernig lífið væri á Íslandi ef ekki væru til einstaklingar sem tækju að sér að vinna þessi störf Samvinna

30 Í orðabókum stendur að umönnun þýði meðal annars aðhlynning, umhirða, umhyggja og umsjá Gíraffar eru hæstu dýrin á jörðinni og gíraffakálfar eru um tveir metrar á hæð þegar þeir fæðast Tveimur tímum eftir að þeir fæðast geta þeir staðið á eigin fótum og eftir um tíu klukkustundir getur kálfurinn fylgt mömmu sinni eftir á hlaupum Hvað eru börn gömul þegar þau byrja að skríða og ganga? Flest börn byrja að ganga þegar þau eru rúmlega eins árs gömul Þegar við fæddumst þurftum við hjálp við allt Ef enginn hefði séð um að passa okkur og hjálpa hefðum við ekki lifað lengi Það eru ekki bara börn sem þurfa umönnun og hjálp því þegar fólk veikist eða verður gamalt þarf það stundum aðstoð líka Í okkar samfélagi sjá stofnanir eins og leikskólar, skólar, hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir oftast um yngsta og elsta fólkið Í regnskógum Brasilíu eru slíkar stofnanir ekki til Þar sjá ættingjar um börnin, gamla og veika fólkið Fjölskyldur hjálpast að við að sjá um yngsta og elsta fólkið Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn Það þýðir að allir í þorpinu hjálpast að við að ala börnin upp Umönnun Pekking og reynsla Lífið í regnskóginum getur verið bæði erfitt og hættulegt Fólk þarf að læra á skóginn Börnin taka þátt í lífi og starfi fullorðna fólksins og læra þannig smátt og smátt Þau verða að skilja náttúruna og vita hvað er hættulegt og hvað ekki Það er til dæmis ekki ráðlegt að setjast niður í grasið án þess að athuga vel hvort snákar eða eitruð skordýr séu einmitt þar fyrir

31 Hvað mynduð þið þurfa að læra af jafnöldrum ykkar úr regnskógum Brasilíu ef þið færuð í heimsókn til þeirra? Hvað myndu þau þurfa að læra af ykkur ef þau kæmu til Íslands? Það er ekki bara í regnskóginum sem eldra fólkið leiðbeinir og kennir börnum á náttúruna Alls staðar þarf að kenna börnum á umhverfið Á Íslandi kenna skólar sumt af því sem fjölskyldan sá um að kenna börnum áður Ef þið hefðuð fæðst á Íslandi fyrir um 200 árum, hefði fjölskyldan kennt ykkur að spá í veðrið, slá gras með orfi og ljá og nota hrífu Af hverju haldið þið að það hafi skipt máli að kunna að spá í veðrið? Pælið þið einhvern tíma í veðrinu? Nú á dögum sjá veðurfræðingar um að fylgjast með veðrinu fyrir flest okkar Sem betur fer þurfum við ekki að finna upp á öllu sjálf því við lærum af öðrum Þetta á til dæmis við um tungumálið Þú lærðir það með því að umgangast aðra Hvað heldur þú að sé fyrsta orðið sem flest börn læra að segja? Ykkur hefur líka verið kennt að fara á klósett, borða með hnífapörum, klæða ykkur, lesa og skrifa og margt fleira Það sem þið þurfið að læra fer eftir því inn í hvaða samfélag þið fæðist

32 • Alveg eins og með maurana þá verðum við að deila með okkur verkefnum því annars myndi samfélagið ekki virka • Einn einstaklingur getur ekki gert allt sem þarf að gera Með því að vinna saman getum við gert allt Sum verkefnin eða störfin eru kölluð samfélagsverkefni • Í alþingiskosningum fá allir Íslendingar sem eru orðnir 18 ára að kjósa fulltrúa á Alþingi Þeirra hlutverk er að taka ákvarðanir fyrir okkur öll og stjórna landinu • Fullorðnir sjá um að kenna börnum það nauðsynlegasta sem þau þurfa að kunna Í sumum samfélögum, eins og því íslenska, sjá skólar um að kenna börnunum margt af því sem fjölskyldan gerði áður • Við fæðingu þurfum við hjálp við allt Fjölskyldan sér yfirleitt um okkur og hún á að veita okkur öryggi, umönnun og vernd Samantekt Verkefni Hver er munurinn á fólki og ofurhetjum? Ef þið fengjuð að velja, hvaða ofurhetja mynduð þið vilja vera og af hverju? Hvaða ofurkraft mynduð þið velja ykkur? Hvað þekkið þið mörg starfsheiti? Hverjir vinna til dæmis í skólanum ykkar? Af hverju er samvinna mikilvæg? 1 2 3

33 Í sögunni Palli var einn í heiminum vaknar Palli einn morgun og kemst að því að hann er aleinn í öllum heiminum a) Hvaða kostir eru við það að búa ein/einn/eitt? Finnið þrjá kosti b) Hvaða gallar eru við það að búa ein/einn/eitt? Finnið þrjá galla c) Hvernig geta þau sem búa saman í samfélagi hjálpað hvert öðru? Hvað þurfa börn í regnskógum Brasilíu helst að kunna og af hverju? Hvað þurfa börn á Íslandi helst að kunna og af hverju? 5 4 Sumum börnum finnst þau ekki vera nægjanlega örugg til dæmis á skólalóðinni a) Hver á að sjá um að börn séu örugg á skólalóðinni? b) Hver á að sjá um að börn séu örugg heima hjá sér? 7 Þegar barn fæðist þarf það hjálp við allt Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn Hvað er átt við með því? 8 Tíu klukkustundum eftir fæðingu getur gíraffakálfur fylgt mömmu sinni eftir á harðahlaupum Leitið upplýsinga um hversu lengi aðrar dýrategundir, til dæmis kettlingar, hvolpar, folöld, kálfar eða hænuungar, eru ósjálfbjarga Að vera ósjálfbjarga þýðir að viðkomandi þurfi hjálp við allt til að lifa af 9 Hverjir taka ákvarðanir fyrir landið okkar og ráða hér á Íslandi? 6

34 Í þessum kafla lærum við um: • landnámsfólk og lífið á Íslandi • þræla, ambáttir og vinnufólk • torfbæi og gamla Ísland • lífslíkur fólks ÍSLAND ER LANDID

Atlantshafið er þekkt fyrir að vera bæði erfitt og hættulegt. Rétt fyrir sunnan landið okkar myndast oft hæstu öldur í heimi – öldur sem eru stærri en sex hæða hús. 35 Hvaðan komu fyrstu Íslendingarnir fyrir rúmum ellefu hundruð árum? Hvernig skyldi hafa verið að eiga heima á Íslandi á þeim tíma? Reyndu að ímynda þér að þú hefðir fæðst fyrir ellefu hundruð árum í einhverju öðru landi og að fólkið þitt hefði ákveðið að flytjast til Íslands Fyrir rúmum ellefu hundruð árum bjó fátt fólk hér á landi Ef þið hugsið aðeins um það þá er furðulegt að fólk skuli hafa lagt á sig lífshættulegt ferðalag Landnemarnir sigldu yfir hafið til þess að byrja nýtt líf á eyðieyju lengst úti í hafi! Á þessum tíma var ekki hægt að setjast upp í flugvél – þær voru ekki til Fólk varð að sigla á opnum skipum þvert yfir hafið Siglingin tók margar vikur Sumt af því fólki sem kom hingað var örugglega á flótta frá einhverju öðru Önnur voru bara að vonast eftir betra lífi en í gamla landinu Fyrsta fólkið sem kom hingað kallast landnámsfólk Það kom aðallega frá Noregi en líka frá löndum eins og Svíþjóð og Danmörku Um borð í skipum fólksins voru lifandi dýr eins og kýr, kindur og hestar Um borð voru líka þrælar og ambáttir sem landnemarnir höfðu keypt eða rænt og tekið með sér Þrælar og ambáttir voru ekki frjálst fólk heldur urðu að vinna fyrir landnámsfólkið hvort sem því líkaði betur eða verr Þau voru aðallega frá Írlandi, Skotlandi og Bretlandi ,,Gamla Ísland,,

36 Á víkingaöld gátu þau sem áttu peninga keypt annað fólk eins og hver önnur húsdýr Fólkið sem var búið að handtaka eða ræna, var kallað þrælar (karlar) og ambáttir (konur) Þrælar og ambáttir voru ekki frjálst fólk Það varð að vinna fyrir eigendur sína og hlýða þeim í einu og öllu Þrælar og ambáttir fengu engin laun fyrir vinnu sína og eigendurnir gátu selt þau aftur ef þeim sýndist svo! Einstaka sinnum gátu þrælar og ambáttir fengið frelsi en þau urðu þá að kaupa frelsið sjálf eða fá það að gjöf Landnemar Við erum svo heppin að eiga upplýsingar um fyrsta landnámsfólkið sem kom hingað Það eru ekki margar þjóðir í heiminum sem eiga slíkar upplýsingar Mörgum finnst gaman að lesa um hvernig ævintýrið byrjaði hér hjá okkur Sum ykkar hafa kannski heyrt söguna um landnámshjónin Hallveigu Fróðadóttur og Ingólf Arnarson Íslandssagan er talin hafa byrjað þegar þau komu siglandi yfir hafið frá Noregi til Íslands um árið 870 Prælar og ambáttir Hér?! Petta er málid! Hér skulum vid setjast ad, Hallveig mín!

37 Leitið upplýsinga um landnámsfólk sem settist hér að Veljið einn landnámsmann eða landnámskonu og kynnið fyrir bekknum ykkar Með þeim Hallveigu og Ingólfi voru líka hjónin Helga Arnardóttir og Hjörleifur Hróðmarsson Helga var systir Ingólfs Þó að annað fólk hafi komið til Íslands áður þá eru þessi tvenn hjón talin vera fyrsta landnámsfólkið vegna þess að þau settust hér að til lengri tíma Víkingarnir Til Íslands flutti alls konar fólk, sumt var bændur og annað víkingar eða þrælar Mörg fluttu frá Noregi vegna þess að þau áttu ekki bóndabæ (jörð) og urðu því að ráða sig í vinnumennsku eða flytja í burtu Margt fólk hér á landi er stolt af því að eiga forfeður sem voru víkingar Víkingar voru hins vegar ekki sérstaklega vinsælir hjá öðrum því þeir voru þekktir fyrir að vera grimmir og árásargjarnir Eiginlega þýddi orðið víkingur upphaflega það sama og að vera sjóræningi Sumir af þessum víkingum ferðuðust á skipum sínum um alla Evrópu og rændu þar öllu sem hægt var að ræna, bæði fólki og hlutum Svo var líka fólk sem vildi bara lifa friðsömu lífi og rækta jörðina sem bændur og vildi ekki vera í eilífum bardögum Það fyrsta sem fólk þurfti að gera þegar það kom hingað var að koma sér upp þaki yfir höfuðið Hús á þessum tíma voru allt öðruvísi en þau sem við þekkjum nú Hús landnemanna voru aðallega byggð úr torfi og grjóti Það er alltaf gaman að velta fyrir sér lífi fólks fyrr á tímum Ef þið gætuð ferðast í tímavél til þess tíma þegar fyrsta fólkið var að flytjast til Íslands, myndi ykkur örugglega finnast lífið erfitt og skrýtið Húsin voru dimm en héldu vel heitu innandyra þó kalt væri úti Þar var ekki rennandi vatn eða klósett í húsunum Fólkið þekkti auðvitað ekki annað líf

38 Það er gaman að ferðast um í huganum Þú getur ferðast á milli landa, heimsálfa, aftur í tímann eða skoðað framtíðina eins og ekkert sé Við skulum skella okkur aftur í tímann og lenda á Íslandi árið 1850 Hvernig ætli hafi verið að búa á Íslandi þá? Ætli það hafi verið mikill munur á Íslandi þá og nú? Við getum byrjað á að skoða tölur en þær segja okkur heilmargt um aðstæður: Árid 1850 Fjöldi þeirra sem búa á Íslandi Um 50 000 Um 400 000 Húsnæði Kaldir og dimmir torfbæir án rennandi vatns og án rafmagns Upphituð hús, rennandi vatn bæði heitt og kalt Hvar bjó fólk? Flest bjuggu í sveit og umgengust fáa Flest búa í borg og bæjum og umgangast marga Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 300 íbúar Öll þekkja alla Um 255 000 íbúar Of mörg til að hægt sé að þekkja öll Vinna Flest unnu við landbúnað (bændur eða vinnufólk) og við sjómennsku (sjómenn og sjókonur) Flest vinna við þjónustustörf Sjúkdómar Algengt var að fólk dó úr sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, kíghósta, inflúensu, skarlatssótt og blóðsótt Mörg veiktust og dóu líka úr taugaveiki, holdsveiki og sullaveiki Hægt er að fá lyf við sjúkdómum eins sykursýki, krabbameini, hjartveiki, þunglyndi og fleiri sjúkdómum Á árunum 2020 til 2022 var mikið talað um COVID Þetta var sjúkdómur sem gekk yfir allan heim og margt fólk, sérstaklega eldra fólk, dó úr honum Fólk hætti að ferðast milli landa og mátti ekki hitta nema örfáa einstaklinga í einu Núna Ísland pá og nú

39 Stórar fjölskyldur - lítil hús Árið 1850 bjó flest fólk á Íslandi í torfbæjum Nú eru ekki margir torfbæir eftir nema á söfnum Þú getur enn séð torfbæi til dæmis á Árbæjarsafninu í Reykjavík, á Eiríksstöðum í Dalabyggð, í Þjórsárdal og víðar Aðalherbergið í torfbænum var kallað baðstofa Þar svaf fólk, borðaði og vann saman Í baðstofunni fæddust líka börnin og þar lá fólk þegar það veiktist og dó að lokum Kynnið ykkur einn af sjúkdómunum sem fólk dó úr árið 1850 og kynnið hann fyrir öðrum í bekknum Hvernig var lífið á tímum COVID? Takið viðtal við foreldra ykkar, afa eða ömmur og spyrjið þau um hvort COVID hafi haft mikil áhrif á líf þeirra Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal var frekar stór torfbær Hvernig haldið þið að lífið á Íslandi verði eftir 100 ár? Hjálpist að við að gera lista yfir t d 5-10 hluti sem ykkur finnast vera algjörlega ómissandi og sem við gætum varla lifað án Hvaða hlutir gætu það helst verið? Haldið þið að eitthvað af þessum hlutum hafi verið til árið 1850?

40 Vöruskipti Í gamla daga bjó fólk sjálft til mest allt sem það þarfnaðist Föt, áhöld, matur – allt var þetta meira og minna búið til heima Þess vegna þurfti fólk ekki eins mikið af peningum og nú Í stað peninga var algengt að skiptast á vörum, vinnu og þjónustu Ímyndið ykkur að ef ykkur hefði langað í eitthvað þá hefðuð þið annaðhvort þurft að búa það til sjálf eða að skipta á einhverju öðru sem þið áttuð á móti Fólk gekk í heimagerðum fötum úr ull og skinni Á þessum tíma bjuggu langflest í sveit og það gat verið langt í næstu búð Þegar fólk fór úr sveitinni í kaupstaðarferð til að ná sér í vörur sem það gat ekki búið til sjálft, til dæmis kaffi, sykur eða hveiti, þá borgaði það yfirleitt með ullarvörum eða einhverju öðru sem það framleiddi en ekki peningum Er petta grín? Ætlar hann ad skipta á mér og pessu?!

41 Flest fólk elskar sumarfrí og vill nota það til að ferðast Hægt er að hoppa upp í næstu flugvél og ferðast til fjarlægra staða á bara nokkrum klukkutímum Árið 1850 voru hvorki til bílar né flugvélar Hraðskreiðasta farartækið á þeim tíma var hesturinn Ferðahraði á hesti er um 10-15 kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fólk fór ekkert mjög langt Þau sem áttu ekki hesta urðu að ferðast gangandi Það var mjög erfitt að ferðast um Ísland vegna þess að hér voru ekki vegir eða brýr yfir árnar Þar fyrir utan var ekki búið að finna upp frí – fólk vissi bara ekkert hvað frí var Öll urðu að vinna heima hjá sér alla daga ársins Hvaða frí eða frídagar finnast þér skemmtilegastir? Átt þú ættingja sem búa í öðrum landshlutum? Hvernig hefðir þú komist í heimsókn til þeirra í gamla daga? Hvaða ár hefðir þú þurft að fara yfir? Skoðaðu landakort af Íslandi og veltu því fyrir þér hvernig hafi verið að ferðast um landið í gamla daga Ég fer í fríid

42 Hverjir lifa lengst? Fyrir svona 200-300 árum var Ísland eitt af fátækustu löndum í Evrópu Hér voru oft eldgos, jarðskjálftar og kaldir vetur sem gerðu lífið erfitt Fyrir kom að fólk átti ekkert að borða og dó úr hungri Mörg dóu líka úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna í dag Mörg ungbörn dóu fyrir eins árs afmælið Þess vegna segjum við að lífslíkur fólks á þessum tíma hafi ekki verið miklar Þetta hefur heldur betur breyst Nú er Ísland eitt af ríkustu löndum í heimi og hér verður margt fólk mjög gamalt Lífslíkur þýðir hversu miklar líkur eru á því að fólk verði gamalt Í þeim löndum sem fólk nær ekki að verða gamalt eru lífslíkur slæmar Þannig var lífið á Íslandi áður fyrr Í þeim löndum þar sem mörg ná því að verða gömul eru lífslíkurnar góðar ára daga og Jensína Andrésdóttir vard ein elsta manneskja á Íslandi. Hún vard Hún fæddist 10. nóvember 1909 og dó 18. apríl 2019 gömul!

43 Hvar eru mestu möguleikarnir á ad lifa lengi? Lifa lengi: Aldur Lifa stutt: Aldur Hong Kong 85,3 Mið-Afríkulýðveldið 54,4 Japan 85,0 Chad 55,2 Makaó 84,6 Lesotho 55,7 Sviss 84,2 Nígería 55,8 Singapúr 84,0 Sierra Leone 55,9 Ítalía 84,0 Sómalía 58,3 Spánn 83,9 Suður-Súdan 58,7 Ástralía 83,9 Fílabeinsströndin 58,7 Ísland 83,5 Gínea-Bissá 59,4 83,5 84,2 84 83,9 84,6 85,3 85 83,9 84 55,2 55,8 54,4 55,7 55,9 58,7 58,7 58,3 59,4

Ástæðan fyrir því að fólk lifir lengur núna en áður eru fjölmargar Helstu ástæðurnar eru: • Mun færri börn deyja núna en í gamla daga • Búið er að finna upp lyf sem lækna marga sjúkdóma sem fólk dó úr áður • Húsin eru miklu betri og maturinn næringarríkari Margt af því fólki sem fæddist um árið 1800 var fátækt og átti lítið sem ekkert af peningum Flest fólk bjó í sveit og oft var langt í næstu búð Fólk fór sjaldan í verslunarferðir Ef eitthvað vantaði þá var frekar reynt að búa hlutinn til en að kaupa hann Í staðinn fyrir að henda til dæmis fötum, var gert við þau Það þýddi lítið að hugsa um tískuna, mikilvægara var að eiga einhver föt til að vera í 44 2 töflur á dag með mat AAtsjÚÚÚ! Jeminn! Gud blessi pig og vardveiti.

Hér áður fyrr dó fólk úr sjúkdómum sem auðveldlega er hægt að lækna í dag með bólusetningum og lyfjum Sem dæmi um banvæna sjúkdóma í gamla daga má nefna barnaveiki, mislinga, kíghósta og inflúensu Við losnum aldrei alveg við sjúkdóma Á okkar tíma hafa komið upp margir hættulegir sjúkdómar Árið 2020 kom sjúkdómurinn COVID sem fór illa með mörg, sérstaklega gamalt fólk 45 Hvad hefur breyst? Sjúkdómar Systkinunum Emelíu og Jóni finnst mjög áhugavert að skoða hversu mikið hefur breyst hér á landi Við þurfum ekki að fara langt aftur í tímann Spurðu bara fólk sem þú þekkir hvort það muni eftir einhverjum breytingum sem höfðu mikil áhrif á líf þess Ef einhver sem fæddist árið 1800 hefði getað kíkt inn í framtíðina og séð hvernig við lifum núna, hefði viðkomandi ekki trúað eigin augum Á þeim tíma bjó flest fólk í torfbæjum og vissi ekki hvað rafmagn var Enginn kunni á vatnsklósett eða sturtu, maturinn var ekki neitt sérlega spennandi og fötin heimatilbúin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=