Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |8| Hæfniviðmið Tengingar norska kennsluefnisins við námskrá eru mjög ítarlegar en hér verða eingöngu dregin fram aðalatriði varðandi hæfniviðmið og gefin smá innsýn í norsku námskrána í leiðinni. Markmið að nemendur geti: • Lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín. • Safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf. • Skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til. • Öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð. • Rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög. • Gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og áhrif þess á þeirra eigið val. • Kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval. • Kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals. • Nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum. • Skoðað atvinnuauglýsingar, skrifað ferilskrár og umsóknir og kynnt sér hvað einkennir gott atvinnuviðtal. Úr eldri námskrá: • Tekist á við umskipti og áskoranir sem tengjast námi og starfsferli. • Notað töluleg gögn í tengslum við viðfangsefni náms- og starfsfræðslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=