Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |7| eigi sér alltaf stað í ákveðnu samhengi sem huga þurfi að. Það er kennara í sjálfsvald sett hvort nota skuli líkanið en orðapörin sem um ræðir eru: Ég og Samhengi, Breytingar og Stöðugleiki, Aðlögun og Mótstaða, Val og Tilviljanir, Möguleikar og Hindranir. Sjá nánar. Hér á landi er einnig skýr tenging á milli náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu sem kristallast í kafla 7.11 almenns hluta Aðalnámskrár, þar sem eftir stuttan inngang segir: Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi. Hins vegar eigum við ólíkt Norðmönnum ekki námskrá í greininni og höfum ekki fléttað náms- og starfsfræðslu að neinu marki inni í aðrar námsgreinar líkt og þekkist bæði í nágrannalöndum okkar og víðar. Í þessum kennsluleiðbeiningum fer því lítið fyrir íslenskum námskrárviðmiðum en vísað í norsku hæfniviðmiðin í þeirri von að þau verði okkur hvati til að taka fleiri skref í þá átt. Norska námskráin Óhætt er að segja að norska námskráin í því sem þar kallast „Utdanningsvalg“ sé hvort tveggja ítarleg og metnaðarfull – «grundvöllur þess að gera nemendum kleift að taka sjálfstæðar, upplýstar ákvarðanir varðandi náms- og starfsval». Með sjálfsþekkingu og áhuga að vopni ásamt þekkingu á fjölbreyttum möguleikum og þeim kröfum sem gerðar eru í skólum og atvinnulífi eiga nemendur að geta tekist á við breytingar og skilið betur tengsl menntunar og atvinnutækifæra í samhengi við annað nám í skólanum. Í námskránni er fjallað um fjölmarga þætti á borð við almenna starfshæfni og lífsleikni, könnun á möguleikum, upplýsingaleit, að takast á við breytingar og hvernig val og ákvarðanataka skipta máli í tengslum við framtíðarþátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Gert er ráð fyrir samvinnu á milli ráðgjafa og kennara, bæði í tengslum við náms- og starfsfræðsluna sjálfa sem og tengsl hennar við aðrar námsgreinar sem stutt geta við fræðsluna með einum eða öðrum hætti. Er þá ótalið samstarf við heimilin og foreldra sem er mikilvægur þáttur allrar náms- og starfsfræðslu eins og bæði hefur verið gert grein fyrir í Noregi og Danmörku með stuttu myndbandi. Ó S L Leiðir til að ná þangað sem þú vilt fara Óskastaða Staðan í dag

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=