Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |6| Náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðsla Segja má að hér á landi felist ákveðin sérstaða í lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa sem staðfest er í lögum frá 2009. Hvort tveggja á Íslandi og í Noregi er hins vegar einnig í lögum kveðið á um rétt nemenda varðandi náms- og starfsráðgjöf en um það segir hér á Íslandi að nemendur eigi „rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa“. Í norsku lögunum er þessi réttur útfærður nákvæmar og tengist meðal annars þáttum á borð við: - ráðgjöf og leiðsögn tengda vali á námi eða starfi - upplýsingagjöf um námsleiðir innanlands og utan - upplýsingagjöf um störf og vinnumarkað, innanlands og utan - þjálfun í upplýsingaleit og notkun viðeigandi verkfæra - upplýsingagjöf um umsóknarfresti, inntökuskilyrði og námskostnað - þjálfun og leiðbeiningar í tengslum við atvinnuleit og önnur umsóknarferli Tekið er fram að náms- og starfsráðgjöfin eigi að tengjast því að nemendur verði smám saman meðvitaðir um eigin áhugamál, færni og gildi til að öðlast þekkingu og hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um heppilegt starfs- og námsval. Náms- og starfsráðgjöf frá 8. bekk grunnskóla og út framhaldsskóla er hugsuð sem ákveðin samfella með aðkomu og samvinnu skóla, atvinnulífs og heimila. Auk hinna norsku laga og reglugerða er viðauki þar sem fjallað er um hlutverk skóla varðandi kennslu í náms- og starfsfræðslu og nánari úttekt á rétti nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Þá verður að nefna að einnig er til víðtækur gæðarammi til leiðsagnar öllum sem sinna náms- og starfsráðgjöf í Noregi og eru þar meðal annars viðmið á sjö hæfnisviðum um hvað felst í ráðgjöfinni og hvaða hæfni náms- og starfsráðgjafi þarf að búa yfir. Hluti gæðarammans er líkan sem tengist náms- og starfsfræðslu og því námi sem fer fram til að öðlast færni í að stjórna eigin náms- og starfsferli. Líkanið samanstendur af fimm hugtakapörum sem eru sett fram með nokkrum verkefnum í bókinni. Þar er áhersla lögð á að nám varðandi stjórnun eigin náms- og starfsferils
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=