Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |43| Hönnunarhugsun, bls. 52 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Í námi og atvinnulífi framtíðarinnar er þörf á skipulögðum aðferðum til að vinna með hugmyndir, þróun, úrlausn vandamála og samvinnu við marga ólíka einstaklinga eða hópa. Hönnunarhugsun er dæmi um aðferð sem hægt er að nota til að vinna með þróun hugmyndar eða vöru. Frumkvöðlastarf, bls. 55 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð Frumkvöðlastarf er í ýmiss konar samhengi nefnt sem mikilvægur þáttur til að vinna með í skólanum. Hér er útskýrt hvað liggur til grundvallar slíkri nálgun og hvaða færni nemendur gætu þurft til að vinna frumkvöðlastörf. Með SÓL-líkaninu og hönnunarhugsun hafa nemendur góð verkfæri sem nota má til að nálgast verkefni að hætti frumkvöðla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=