Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |42| Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð, bls. 39 (Sérhæfing í námi, Tíu verknámsleiðir, Starfsmenntun) Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Hér er ítarleg kynning á mismunandi möguleikum sem nemendur hafa til að velja sér námsleiðir á framhaldsskólastigi sem leiða til frekara náms- eða starfsréttinda. Einnig er komið inn á hvaða möguleika nemendur hafa að því námi loknu. Hvað stýrir vali okkar?, bls. 48 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Þegar umsókn í framhaldsskóla hefur verið lokið má nota þessa æfingu til að velta því fyrir sér hvaða þættir hafi verið gagnlegir við að vinna að valinu og taka síðan endanlega ákvörðun. Umsókn um framhaldsskóla, bls. 51 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Þetta er skjal sem nemendur geta notað og breytt í ferlinu þar til skila þarf inn umsókn. Gott er að nota blýant svo að auðvelt sé að gera breytingar um leið og þau sjá eitthvað sem þeim finnst spennandi og gæti hentað þeim á næstu árum í framhaldsskóla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=