Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |41| Að lifa lífinu, bls. 33 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hefur að segja um eigið val • nýtt ýmis ráð til að takast á við breytingar og áskoranir sem tengjast námi og störfum Hér kynnast nemendur lífi og starfsferli fjögurra fullorðinna og hugleiðingum fólksins um núverandi aðstæður. Nemendur velta fyrir sér sögunum fjórum og tengja hugsunum sínum um eigin framtíð. Ákvarðanataka – 10 skref að betra vali, bls. 35 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hefur að segja um eigið val Við skoðum aftur tíu þrepa líkanið til að taka erfiðar ákvarðanir. Þá vinna nemendur með líkanið út frá því markmiði að taka vel ígrundaða og úthugsaða ákvörðun í tengslum við umsókn um nám í framhaldsskóla. Skólakerfið, bls. 38 Hæfniviðmið að nemendur geti: • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Hér er stutt lýsing á íslenska skólakerfinu. Skoðið einnig: Næstaskref.is og Námogstörf.is 10. bekkur 2. hluti: Framhaldsskólanám og leiðin áfram
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=