Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |40| Verðleikar, færni og kynjaímyndir bls. 30 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Við skoðum nánar orðin sem við notum til að lýsa okkur sjálfum og hvert öðru. Í þessu verkefni eiga nemendur að hugsa um hvort um sé að ræða hlutlaus orð eða lýsingar, hvort orðin lýsi einhverju karlkyns eða kvenkyns. Um hvað eru nemendur sammála? Hvað skapar umræðu? Hvað lærum við af því að skoða svona yfirlit yfir lýsandi orð?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=