Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |38| Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk, bls. 18 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Þessi æfing fjallar um þá hugmynd að við séum ávallt að þróast sem manneskjur og bregðumst við aðstæðum með mismunandi hætti eftir samhenginu hverju sinni. Stundum erum við sérfræðingar í einhverju, stundum erum við óöruggari eða í eins konar lærdómsferli. Sum hlutverkin höfum við haft lengi en önnur höfum við aðeins fengið tækifæri til að prófa. Öll hlutverkin, sama hvort við höfum haft þau í langan eða stuttan tíma, flytjast sumpart inn í herbergin. Hótelið sem lýst er í verkefninu er þannig samkomustaður allrar mögulegrar upplifunar, áhugamála, ástríðna og hugleiðinga sem við tökumst á við gegnum lífið. Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – fyrsta umferð, bls. 20 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum mögulegar afleiðingar náms- eða starfsvals Með aðstoð áhugakannana geta nemendur áttað sig betur á því hvaða áhugasvið eru þeim efst í huga hér og nú. Niðurstöðurnar vísa þeim á námsleiðir sem mikilvægt er að skoða nánar. Kynbundin störf, bls. 21 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi og náms- og starfsval Í verkefninu kanna nemendur hvort enn séu hugmyndir um „karlastörf“ og „kvennastörf“. Hvað finnst nemendum og hverjar ætli séu sambærilegar tölur hér á landi? Framtíðarstörf, bls. 22 Hæfniviðmið að nemendur geti: • öðlast þekkingu á atvinnulífinu af eigin raun og velt fyrir sér hvernig sjálfbærni, hagsveiflur og tækni hafa áhrif á vinnumarkað, starfsgreinar og vinnubrögð • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Í verkefninu er áframhaldandi tækniþróun á mörgum mismunandi sviðum skoðuð nánar, það er fjórða iðnbyltingin. Hvað hefur þegar gerst og hvað mun gerast á næstunni? Með þeirri þróun sem við sjáum í dag munu nemendur taka þátt í atvinnulífi sem er að meira eða minna leyti töluvert ólíkt því sem fullorðnir í dag standa frammi fyrir. Nemendur skoða þetta bæði í ljósi þess sem raunverulega gerist og þess sem þeir geta ímyndað sér að muni gerast. Í æfingunni „Ímyndaðu þér framtíðarstarf“ eru nemendur hvattir til að nota hugmyndaflugið og ímynda sér alveg nýtt starf, eitthvað sem ekki er til í dag. Þau geta notað það sem þau vita um núverandi menntakerfi og byggt á því til að búa til námsbraut og hugmyndir í kringum starf sem gerir það raunverulegt. Hér erum við að tala um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Líklega munu mörg búa til sinn eigin vinnustað og þá er hluti af ferlinu gjarnan að ímynda sér eitthvað sem ekki er til nú þegar, og bregðast við þörf sem þau sjálf skapa rými fyrir. HÓTEL
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=