Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |37| Draumastörfin mín, bls. 17 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Það er stór ákvörðun sem bíður nemenda seinni hluta 10. bekkjar; að velja námsleið í framhaldsskóla. Þessi æfing er góð fyrir nemendur til að geta tekið ábyrgð á vali sínu og hvernig þau hugsa nám að loknum grunnskóla. Nemendur eru ekki að ákveða starf eða lífshætti sína til framtíðar. Gott er að hafa í huga að gagnlegt er að ákveða stóru línurnar, hvaða takmarkanir og möguleika nemendur sjá fyrir sér. Það að koma einhverjum af þessum hugsunum á blað getur auðveldað eða fært ferlið fram á við, á jákvæðan hátt. Það er oft auðveldara að sjá fyrir sér eitthvað sem er skrifað niður en að hafa það óljóst í huga. Hér er dæmi um mynd sem nota má til að vinna eftirfarandi verkefni: Blómið: Hver nemandi forgangsraðar út frá eigin óskum Eiginleikar, gildi, markmið og tilgangur sem ég gæti óskað mér sem hluta af vinnudegi mínum. Mig langar að starfa á vinnustað þar sem þessar manngerðir eru og í svona umhverfi. Ég vil starfa á vinnustað þar sem ég nota þessa sérþekkingu og styrkleika (mín forgangsröð). Staðir á Íslandi eða í öðrum löndum sem ég gæti einhvern tímann hugsað mér að vinna á. Þetta er færni sem ég tek með mér út í atvinnulífið. Þetta eru vinnuaðstæðurnar og tækifærin sem ég óska mér í vinnunni. Ábyrgð og laun sem ég vil hafa í vinnunni. 1 6 2 5 7 3 4 Hér eru námsleiðirnar sem geta leitt til nokkurra starfa sem ég gæti hugsað mér að vinna. Þetta eru nokkur þeirra starfa sem ég hef séð fyrir mér sem möguleg framtíðarstörf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=