Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |36| SVÓT-greining, bls. 14 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi og náms- og starfsval Í 10. bekk grunnskóla (og þriðja ári í náms- og starfsfræðslu) eru nemendur farnir að kynnast sjálfum sér vel og átta sig á því sem þau gætu hugsað sér að þróa áfram í átt að framtíðarstarfi. SVÓT-greining getur gefið þeim frekari vísbendingar um styrkleika þeirra og þær áskoranir sem vinna þarf með. Með því að svara spurningunum í verkefninu fá nemendur yfirgripsmikla og ítarlega mynd af því hvernig þau sjá sig sjálf núna. SMART markmiðasetning, bls. 16 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Að setja sér markmið fyrir nám eða starf er spennandi og jafnframt erfitt verkefni. Í skólanum eru margar mismunandi tegundir markmiða og nemendur taka þátt í að setja sum þeirra en önnur ekki. Að setja sér langtímamarkmið og skipta því niður í smærri markmið er mikilvæg æfing til að geta tekist á við verkefni sem í upphafi getur virst yfirþyrmandi. Í þessari æfingu eiga nemendur að ákveða einhvern þátt úr áætlun sinni fyrir 10. bekk og setja SMART-markmið út frá því. Til að fylgjast með því hvernig gengur að ná markmiði er mikilvægt að nálgast það nokkrum sinnum til að átta sig á því hvernig því vindur fram þar til kemur að lokadagsetningu. Mögulega þarf að aðlaga eða breyta markmiðinu eða eru nemendur kannski á réttri leið? SMART
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=