Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |35| Gildahringur, bls. 9 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Hvað er raunverulega mikilvægt fyrir nemendur? Hér er farið yfir fjögur svið sem geta gegnt mikilvægu hlutverki í lífi nemenda. Það er áhugavert að varpa ljósi á einstaklingsmun og sjá líka helstu strauma innan bekkjarins. Störf og gildi, bls. 10 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf Þetta verkefni snýst um að skoða nokkur mismunandi störf betur og við veltum fyrir okkur hvaða gildi gegna hlutverki í þessum starfsgreinum. • Hvað felur það í sér að sumar starfsstéttir, starfshópar eða vinnustaðir hafi skilgreind gildi sem vinna skal að? • Eru einhver gildi skilgreind, en þegar betur er að gáð er ekki farið eftir þeim? Til hvers getur það leitt? • Eru einhverjar starfsstéttir eða faghópar frekar mörkuð af sýn á gildi en aðrar? Störf tengd raungreinum, bls. 12 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Í töflunni eru fjölbreytt störf tengd raungreinum kynnt nemendum sem fara í könnunarleiðangur og afla sér upplýsinga. Hvaða hugmyndir og hugsanir koma fyrst upp í huga nemenda? Breytast þær eftir því sem þau vita meira? Hvernig er kynjaskiptingin í þessum starfsgreinum? Geta nemendur fundið einhver mynstur eða tilhneigingu? Horfið á myndina «How did tech become so male dominated?». Skoðið fullyrðingarnar sem settar eru fram og ræðið hvort þær segi eitthvað um ástæðu þess að í tæknigreinum eru karlmenn í meirihluta. Önnur áhugaverð mynd í þessu samhengi er «Hidden figures», um afrísk-amerískar konur sem störfuðu við útreikninga svo að tungllendingin árið 1969 yrði að veruleika. Leikin kvikmynd og víða að finna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=