Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |34| Sjálfstal, bls. 6 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Við höldum áfram að vinna með samtalið sem á sér stað í eigin höfði. Hvernig hefur það hvernig við tölum við okkur sjálf þróast frá því að við vorum í 9. bekk? Er einhver breyting frá 8. bekk? Hvað þurfa nemendur að hugsa um til að gera þetta eins uppbyggilegt og gagnlegt og mögulegt er? Gildi, bls. 7 Hæfniviðmið að nemendur geti: • afnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín Í mörgum greinum eru gildismat og siðferðileg álitamál mikilvæg. Hér er fjallað um hugtök sem sumum kann að þykja sérstaklega mikilvæg fyrir sig sjálf. Sum orðin sem eru gildishlaðin geta verið mikilvæg í tengslum við vinnu en önnur eru mikilvægari persónulega. Það er trúlega mismunandi hvort og hvernig nemendur skilja orðin. Sennilega þarf líka að skilgreina sum orðanna, þannig að kennari þarf að gefa sér tíma til að útskýra svo að þau verði auðskiljanleg. 10. bekkur 1. hluti: Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=