Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |33| Ferð til framtíðar, bls. 65 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Ef þú getur ekki ímyndað þér eitthvað er erfitt að vinna að því. Mörg reyna að sjá eitthvað fyrir sér í starfi. Kannski væri gott verkefni til kynningar að skoða hver gætu hugsað sér að nota slíkar aðferðir. Íþróttafólk, arkitektar, grafískir hönnuðir, rithöfundar, byggingarverkfræðingar og kvikmyndagerðarfólk þurfa öll að sjá eitthvað fyrir sér áður en raunveruleg afurð eða niðurstaða lítur dagsins ljós. Þannig geta nemendur líka ímyndað sér eigin framtíð og leikið sér með ólíka framtíðarmöguleika. Framtíðarsýn, bls. 66 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Hér er þema úr fyrra verkefni tekið lengra. Nemendur bregðast við nokkrum fullyrðingum sem vel er hægt að hugsa sér að hægt sé að hafa fjölbreyttar og ólíkar hugmyndir um. Innan eða utangarðs, bls. 67 Hæfniviðmið að nemendur geti: • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög Hvað þýðir það að vera án vinnu og standa utan menntunar og skólakerfis? Hvaða afleiðingar getur það haft? Hvers vegna er svona mikilvægt að fylgja NEET–hópnum (hvorki í vinnu né skóla) eftir? Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=