Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |32| Staða og störf, bls. 58 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Hvað ræður stöðu starfsgreina? Hversu margir karlar og konur starfa við þetta? Eru einhver mynstur sem hægt er að koma auga á í þessu samhengi? Áhugasamir geta kynnst hugmyndum Lindu Gottfredsson hér. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri?, bls. 61 Hæfniviðmið að nemendur geti: • safnað, greint og notað upplýsingar um nám og störf • skoðað og gert grein fyrir fjölbreyttum námsleiðum og þeim störfum sem námið getur leitt til Í stað þess að svara spurningum um framtíðina „veit ekki“ geta nemendur notað þessa tegund spurninga til að velta upp mismunandi sviðsmyndum. Nemendur hjálpa hver öðrum við að finna góð svör; raunsæ, óraunsæ og skemmtileg. Nemendur prófa mismunandi svör og finna hvernig þau hafa áhrif á þau sjálf. Skoðaðu lífsbókina þína, bls. 62 Hæfniviðmið að nemendur geti: • lýst eigin styrkleikum og áhugasviðum og sett í samhengi við framtíðaráform sín • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Það hvernig nemendur tala um sjálfa sig hefur mikið að segja um það hvernig þeir upplifa sig sjálfa og hvernig aðrir upplifa þá. Í þessu verkefni er skoðuð sú reynsla sem nemendur hafa öðlast hingað til á lífsleiðinni. Hvaða sögu segja nemendur sjálfir af eigin upplifunum? Hvernig nota þeir eigin reynslu til að kynnast sjálfum sér? Hverjir eru mikilvægir meðhöfundar í þeirri sögu? Hvaða lærdóm má draga af sögunum? Er hægt að stilla einhverjum af sögunum öðruvísi upp? Hverjir eru draumar þínir?, bls. 64 Hæfniviðmið að nemendur geti: • kannað möguleika, fundið eigin hugmyndum farveg og íhugað með öðrum afleiðingar náms- eða starfsvals Nemendur móta framtíðardrauma sína með minnispunktum og teikningum. Þeir geta sleppt ímyndunaraflinu lausu og notað tímann til að láta sig dreyma. Bæði raunhæfir og óraunhæfir draumar eiga sinn stað í þessu verkefni. Hvettu nemendur til að vera beinskeyttir og huga að smáatriðum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=