Ég og framtíðin - kennsluleiðbeiningar

Ég og framtíðin 1–3 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 | 40356 |31| Kreditkort – að innrétta íbúð, bls. 55 Hæfniviðmið að nemendur geti: • rætt afleiðingar þess að vera utan vinnumarkaðar og efnahagslegt og félagslegt gildi vinnu fyrir einstaklinga og samfélög Að geta reiknað í náms- og starfsfræðslu þýðir að nota tölulegt efni um hagræna þætti vinnunnar og tölfræði sem snýr að viðfangsefninu. Í þessu verkefni þurfa nemendur fyrst að finna út hvað þarf til að innrétta íbúð. Gerður er listi yfir útgjöld og síðan fjármagnað það sem kaupa þarf. Tilgangurinn hér er auðvitað ekki sá að mæla með notkun kreditkorta, heldur að stilla kostnaði við notkun kreditkorta upp á móti öðrum valkostum. Borgar sig að nota svo dýra greiðsluleið eða er til heppilegri kostur? Störf fólks – Virðing, bls. 56 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Eins og í verkefninu um stöðu er mikilvægt hér að skoða atvinnulífið í heild og draga fram mikilvægi fjölbreytileikans, sem er það sem fær hjólin til að snúast. Ef einhver telur eitt starf eða starfssvið merkilegra en annað er það skoðun sem takandi er mark á en þá verður í leiðinni að velta fyrir sér ástæðum þess að viðkomandi hugsar með þeim hætti. Annar tilgangur verkefnisins er að taka á fordómum og hlutdrægni og athuga hvort slíkt eigi rætur í raunveruleikanum. Þriðji tilgangurinn er svo að skoða hvort slíkar skoðanir eigi einhver sameiginleg einkenni eða hvort hægt sé að hugsa þessi mál úr frá öðrum forsendum, svo sem menningarmun. Hér má gjarnan taka upp þráðinn frá því í 8. bekk (Hvað þykir mikilvægast í vinnunni?, bls. 41) um mikilvægi allra starfa fyrir samfélagið og samspil þeirra á milli. Hver gerir hvað á heimilinu?, bls. 57 Hæfniviðmið að nemendur geti: • gert grein fyrir því hvað og hverjir geta haft áhrif á náms- og starfsval og hvað það hafi að segja um eigið val • kannað og rætt kynjatengd sjónarmið varðandi náms- og starfsval Líf okkar samanstendur af vinnutíma og tíma utan vinnu. Jafnvel þótt þú fáir ekki beint borgað er ýmislegt sem þarf að gera heima fyrir. Í þessu verkefni skoðum við nánar hver gerir hvað á heimilinu. Dreifast verkefnin jafnt eða er eitthvað sem fullorðnir sinna fyrst og fremst? Er verkefnunum skipt út frá áhuga, styrkleikum eða kyni? Hvaða lærdóm taka nemendur með sér út í lífið miðað við verkaskiptinguna á heimilinu? Hvernig hugsa nemendur um kynjaskiptingu á vinnustöðum miðað við reynslu þeirra heima fyrir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=